Guðsþjónusta, barnastarf og kynning á Gideonfélaginu

christian-crossNæsta sunnudag, þann 22. nóvember klukkan 14:00 er Guðsþjónusta.
Barnastarfið verður á sínum stað á sama tíma. Kór safnaðarins leiðir sálmasönginn og messusvörin undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Sverrisson predikar og kynnir Gideonfélagið. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti, Petra Jónsdóttir. Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum.
Vöfflukaffi eftir messu og eru allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðþjónusta sunnudaginn 8. nóvember kl 14:00

tricrossSunnudaginn kemur verður guðsþjónusta þar sem látinna er minnst.
Barnastarfið verður á sínum stað á sama tíma.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir. Sveinn Guðmundsson syngur fyrir okkur.
Kór safnaðarins leiðir sálmasönginn og messusvörin undir stjórn og undirleik organistans Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum,
Maul eftir messu og eru allir velkomnir.
Athugið að hægt er að senda inn nöfn þeirra sem minnast á, á netfangið
afdjoflun@tv.is en þá þarf helst að senda inn sem fyrst eða fyrir sunnudaginn.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Samvera aldraðra sunnudaginn 1. nóvember klukkan 14:00.

old-couplePrestur, séra Pétur Þorsteinsson. Meðhjálpari, Þuríður Anna Pálsdóttir. Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðra predikar. Nemendur úr söngskóla Sigurðar Demetz syngja við undirleik organistans, Árna Heiðars Karlssonar. Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum, ungum sem öldnum. Viðamikill viðurgerningur á eftir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Jazzmessa sunnudaginn 25. okótber kl. 14:00


christian-crossPrestur er séra Pétur Þorsteinsson og messugutti, Petra Jónsdóttir. Organisti er Árni Heiðar Karlsson og með honum spila Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Scott McLemore á trommur. KÓSÍ-kórinn leiðir sálmasönginn. Barnastarf á sama tíma. Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. Maul eftir messu.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Kirkjudagurinn – Fjölskyldu- og galdramessa kl. 14:00

Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.  Messugutti er Petra Jónsdóttir. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Gunnar galdrakarl Sigurjónsson sýnir töfrabrögð í messunni. Barnastarf á sínum stað! Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. KÓSÍ-kórinn leiðir sálmasönginn og verður síðan með sína árlegu kaffisölu eftir messu.  Kr. 1500 fyrir fullorðna, kr. 500 fyrir 12 ára og yngri og frítt fyrir 6 ára og yngri. Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Afmælismessa sunnudaginn 27. september kl: 14:00.

Hannes Guðrúnarson leikur á gítar á undan sjálfri messunni. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Meðhjálpari er Petra Jónsdóttir. Organisti verður Sólveig Anna Aradóttir. KÓSÍ-kórinn leiðir sálmasöng og messusvör. Þorkell Helgi Sigfússon tenór syngur einsöng en hann lauk einsöngsnámi úr Listaháskólanum 2013. Ómar Ragnarsson flytur ræðu til heiðurs fyrsta presti safnaðarins sr. Emil Björnssyni en um þessar mundir eru 100 frá fæðingu hans (21.09.1915-17.16.1991). Geir Ólafsson syngur eitt lag með Frank Sinatra sem einnig var fæddur fyrir um það bil hundrað árum (12.12.1915-14.05.1998) Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. Veglegar afmælisveitingar eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Tónlistarmessa 13. september kl. 14:00

Barnastarfið hefst í messunni n.k. sunnudag og verður barnaleikritið „Ævintýri Jónatans og Pálu“ með stoppleikhópnum sýnt. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Kórinn leiðir sálmasöng undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar og með honum verða Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, og Scott McLemore á trommur . Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum. Maul eftir messu.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Kvöldmessa 23. ágúst kl. 20:00

pentecost-germany-200x200

Í fyrstu messu eftir sumarfrí verður fyrirbænaguðsþjónusta.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari, kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Silja Rós kemur og syngur fyrir okkur.
Kallað eftir fyrirbænum úr kirkju en einnig hægt að senda inn nöfn á netfangið afdjoflun@tv.is.
Maul eftir messu.

Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Fjölskylduhátíð í Guðmundarlundi 19. ágúst

Guðmundarlundur er mjög fallegur skógræktarreitur í eigu Skógræktar Kópavogs og er hann fyrir ofan nýju hverfin í Kópavogi. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna.
Grillaðar pylsur verða í boði safnaðarins ásamt drykkjum og svo mun Séra Pétur stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið.

Allir eru hvattir til að mæta með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Safnaðarfréttir á pdf-formi

Nú styttist í að haustdagskráin hefjist með hinni árlegu fjölskylduferð í Guðmundarlund þann 19. ágúst n.k.  Safnaðarblaðið ætti líka að fara að skila sér inn á heimili safnaðarmeðlima. En nú þegar er hægt að nálgast það, skoða og lesa með því að smella á Dagskrá í svörtu línunni hér að ofan, velja: „Fréttablað óháðasafnaðarins 2015-2016″ og smella svo á linkinn sem þá kemur upp.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir