Galdramessa og Bjargarkaffi

Sunnudaginn 10. mars kl. 14 verður Galdramessa, séra Pétur þjónar til altaris og sér um töfrabrögð. Vox gospel töfrar fram ljúfa tóna undir stjórn Matthíasar kórstjóra.

Eftir messu verður kaffisala til styrktar Bjargarsjóði, veglegt kaffihlaðborð sem sem enginn lætur fram hjá sér fara.

Ekki verður posi á staðnum en kaffið kostar 2500 fyrir fullorðna, þá er gott að hafa með sér pening.

Diskóteksdrottinsmessa 25. feb.

Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14 verður diskóteksdrottinsmessa. Séra Pétur þjónar til altaris og Ragnar Gunnarsson kynnir kristinboðsstarfið. Tónlistin verður fjölbreytt að vanda. Rokkkór Íslands syngur undir stjórn Matthíasar Baldurssonar og með þeim leikur Hálfdán Helgi Matthíasson á slagverk. Sérstakir gestir verður dúettinn VÆB. Þeir bræður Hálfdán Helgi og Matthías Davíð eru synir organistans okkar og mæta til okkar með bullandi stemmingu eins og þeim einum er lagið. Maul eftir messu, hlökkumtil að sjá ykkur.