Kirkjudagurinn og töfrabrögð

Kirkjudagurinn, fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 12. október kl. 14    petur_peningabrenna

Fjölskylduguðsþjónusta þar sem séra Pétur þjónar fyrir altari og sér einnig um töfrabrögðin.  Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur M Magnússon tenór syngur í messunni.
Að lokinni messu er kórinn með kaffisölu í safnaðarheimilinu.

Allir velkomnir og endilega takið með ykkur gesti.

 

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Tónlistarmessa

Tónlistarmessa sunnudaginn 28 september kl. 14 og barnastarf á sama tíma.christian-cross

Tónlistarmessa þar sem kórinn syngur með og Jazztríó Árna Heiðars leikur undir.
Árni Heiðar á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa, og Scott McLemore á trommur.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Ragnar Kristjánsson er meðhjálpari.

Maul eftir messu og eru allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðsþjónusta og barnaleikrit

Guðsþjónusta kl. 14 sunnudaginn 14 september

Furðuleikhúsið kemur í heimsókn og sýnir okkur leikritið „Hvert fer sálin“.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Ragnar K Kristjánsson.

Maul eftir messu og eru allir hvattir til að koma með börnin til að sjá leikritið.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Raddprufur fyrir kirkjukórinn

Raddprufur fyrir Kór Óháða safnaðarins verða kl. 17:00-18:00  þriðjudaginn 9. september. Allt söngelskandi fólk er velkomið í prufurnar.

BSkýestu kveðjur,
Árni Heiðar

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Kvöldguðsþjónusta

Kvöldguðsþjónusta 24.ágúst kl. 20tricross
Hefjum starfið aftur eftir sumarfrí með fyrirbænaguðsþjónustu.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari, kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Einnig kemur Línus Orri og syngur fyrir okkur.
Kallað eftir fyrirbænum framan úr kirkju.
Maul eftir messu.

Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Valgreiðslur

Um leið og við þökkum fyrir skemmtilega fjölskylduhátíð í Guðmundarlundi í síðustu viku CIMG3059þá vildum við minna á að eins og kom fram í safnaðarfréttum þá voru sendar í heimabanka ykkar valgreiðslur v.framkvæmdasjóðs kirkjunar. Vonum við að þið takið vel undir þessa beiðni okkar eins og hinar fyrri en með þessu framlagi ykkar hefur verið hægt að framkvæma ýmislegt viðhald á kirkjunni. Núna síðast var skipt um áklæði á kirkjubekkjunum og er því komin fallegur heildarsvipur með nýju teppi og nýjum gólfdúk.
Fyrirhugað var að mála kirkjuna að utan í sumar og ef veðrið helst gott þá gæti orðið af því en við verðum að treysta og biðja um gott veðurfar til að af því gæti orðið.

Þeir sem ekki eru með heimabanka geta greitt beint inn á reikning framkvæmdasjóðs kirkjunar, valgreiðslukrafan okkar er kr. 2170.-  reikningsnúmerið er :
0327-26-490269  kennitala: 490269-2749 og eru öll framlög vel þegin.

 Kveðja,
Safnaðarstjórn.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Fjölskylduhátíðin 13. ágúst

Hin árlega fjölskylduhátíð verður haldin
miðvikudaginn 13Guðm.lundur .ágúst og verður farið í Guðmundarlund.

Guðmundarlundur er mjög fallegur skógræktarreitur í eigu Skógræktar Kópavogs  og er hann fyrir ofan nýju hverfin í Kópavogi.

Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna.

Grillaðar pylsur verða í boði safnaðarins ásamt drykkjum og svo mun Séra Pétur stjórna fjöldasöng eins og hans er von og vísa til.

Líkt og í fyrra verður  farið í leiki á flötinni, skotbolti, blak og fótbolta einnig er tilvalið að skella sér í gönguferð um skóginn eða skoða Hermannsgarð sem er stórglæsilegur reitur með fjölbreyttum fjölærum garðagróðri.

Allir hvattir til að mæta með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna.

Guðmundarlundur er í stuttu máli sagt fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing er hér að neðan og er þið kíkið á neðsta linkinn þá ættuð þið að gera ykkur grein fyrir hvar hann er.

Leiðalýsing: ef farið er upp Breiðholtsbraut er beygt inn Vatnsendahvarf og ekið eftir honum þar til komið er að hringtorgi og keyrt út úr því á þriðju beygju, þá er ekið eftir Vatnsendavegi, haldið  áfram eftir honum og í gegnum tvö hringtorg, alltaf út  á annari beygju og við þriðja hringtorgið er ekið út  til vinstri ,þriðju beygju (sérð stórt glerhýsi þar) og ekið inn Þingmannaleið að fyrra hringtorginu og þar út í annari beygju og áfram að síðara hringtorginu og þar er beygt út á fyrstu beygju og svo strax til hægri þá erum við komin að hesthúsabyggðinni sem heitir Heimsendi og þaðan er ekið áfram eftir hvítum skiltum sem vísa á Guðmundarlund, síðasti hlutinn er á gömlum  malarvegi en er bara um 3 mín í akstri.  Endilega prentið þetta út og þá getur aðstoðarbílstjórinn lesið þetta upp á leiðinni ;o)

Nánari upplýsingar um Guðmundarlund er hægt að fá á síðu Skógræktarfélags Kópavogs.

http://www.skogkop.net/gudmundarlundur.htm

http://www.skogkop.net/photogallery/Gudmundarlundur-kort.pdf

Myndir frá fyrri ferðum  má sjá hér á heimasíðunni undir Myndir og þar undir Guðmundarlundur

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Gúllasguðsþjónustan.

Sunnudaginn 22.júní verður okkar fræga Gúllasguðsþjónusta kl. 11

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars og séra Pétur þjónar fyrir altari.
Ljósvakinn – Geir Ólafsson leikur sveimtónlist á undan messunni sem og í henni líka.

Að lokinni messu verður seld gúllassúpa í safnaðarheimilinu og kostar kr. 1000.- fyrir fullorðna og kr. 500.- fyrir börn.

Þetta er síðasta  messa fyrir sumarfrí  og óskum við ykkur góðrar skemmtunar í sumarfríinu og sjáumst aftur þegar haustmisserið byrjar en það verður með fjölskylduferðinni okkar í Guðmundarlund þann 13. ágúst en við auglýsum það betur síðar.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

17.júní.

Kristin trúfélög á Íslandi bjóða til sameiginlegrar bæna- og samverustundar í tricrossHallgrímskirkju á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Beðið verður fyrir landi og þjóð, forystufólki og fjölskyldum, atvinnulífi og einingu. Á milli bæna verða sungnir söngvar úr sameiginlegum arfi kristinnar kirkju á Íslandi og einnig verður söngstund með börnunum. Allir eru velkomnir á bænastundina á Skólavörðuholtinu sem hefst kl. 16 og stendur yfir í um 40 mínútur.

Bestu kveðjur,
undirbúningshópurinn

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudegi kl. 14      pentecost-germany-200x200

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Prestur er séra Pétur Þorsteinsson,  meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Ragnar Gunnarsson trúboði kynnir Kristsdaginn 27.september

Allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir