Páskadagsmorgun

Hátíðarguðsþjónusta kl 8.00.grofin
Fögnum upprisunni með balletttjáningu nema úr Jazzballettskóla Báru.
Kórinn leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Heitt súkkulaði og brauðbollur að lokinni messu í boði safnaðarstjórnar.

Allir hjartanlega velkomnir og takið með ykkur gesti.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Kvöldvaka á föstudaginn langa

Kvöldvaka á föstudaginn langaFöstudagurinn langi

Kyrrð í kirkjunni kl. 20.30. Píslarsagan lesin af Ólafi Guðmundssyni
Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur leika einleik á selló.
Hjörtur Páll Eggertsson leikur Prelude og Sarbande úr svítu nr. 2 í d-moll.
Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur Allemande úr svítu nr. 5 í c-moll.
Bæn og íhugun í rökkvaðri kirkju.

Allir velkomnir

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Fermingarguðsþjónusta

Fermingarguðsþjónusta Pálmasunnudag 13. apríl kl. 14.ferming

Fermd verða:
Jens Þórarinn Jónsson, Gullengi 17, 112 Reykjavík.
Kristófer Karla Róbertsson, Kjarrhólma 14, 200 Kópavogi.
Magnús Hallsson, Noregi.
Magnús Már Hrannarsson, Rauðagerði 58, 108 Reykjavík.
Ómar Freyr Söndruson, Langholtsvegi 103, 104 Reykjavík.

Séra Pétur Þorsteinsson sér um athöfnina og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn
Árna Heiðars Karlssonar.  Barnastarf á sama tíma.

Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Fermingarguðsþjónusta.

Fermingarguðsþjónusta sunnudaginn 23.mars kl. 14 ferming

Fermd verða:
María Guðmundsdóttir
Natan Orri Benediktsson
Sara Sif Helgadóttir
Sævar Atli Magnússon
YazminLilja Rós Guðjónsdóttir

Séra Pétur Þorsteinsson sér um athöfnina og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.  Barnastarf á sama tíma.

Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Fjölskylduguðsþjónusta með töfrabrögðum og kaffisala kvenfélagsins.

Sunnudaginn 9. mars kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta með galdraívafi.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Séra Pétur sýnir töfrabrögð og aldrei að vita hvað það verður.

Að lokinni messu verður kvenfélagið með sína árlegu kaffisölu til styrktar Bjargarsjóðnum og kvenfélaginu.
Hvetjum við fólk til að fjölmenna og styrkja starf þeirra kvenna.
Að venju verða hlaðin kökuborð á báðum hæðum félagsheimilins Kirkjubæjar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll og njótum dagsins saman.
Takið endilega með gesti.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Vígslutónleikar.

 

Í tilefni af nýlegum kaupum á Bösendorfer flygli í kirkju Óháða safnaðarins þá stendur söfnuðurinn fyrir vígslutónleikum 8.mars nk. kl.16.00  Fram koma á tónleikunum Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Árni Heiðar Karlsson, auk tríós þar sem Þorgrímur Jónsson spilar á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.
Efnisskráin er fjölbreytt og spennandi og mun sýna kosti og víddir þessa nýja hljóðfæris.
Aðgangur er ókeypis og húsið opnar kl. 15:30.

 

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

 

Samstaða með konum í Egyptalandi    

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 2014 verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 20 á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík.

Efni fundarins, sem er á vegum kvenna frá fjölmörgum kristnum trúfélögum og hreyfingum, er tileinkað konum í Egyptalandi. Ávörp flytja Sigríður Schram, kennari, og Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, útfrá bæði fræðilegri og persónulegri nálgun. Sýndar verða myndir frá Egyptalandi og hlustað eftir fjölbreyttum röddum kvenna.

Tónlistarflutningur er í höndum Kvennabands Hjálpræðishersins.

Sýnum samstöðu í söng og bæn!

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Tónlistarmessa

Tónlistarmessa sunnudaginn 23 febrúar kl. 14 og barnastarf á sama tíma.

tricrossKór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Svo er tríó sem sér um undirleikinn og tríóið skipa, Ómar Guðjónsson á gítar, Scott McLemore á trommur ásamt Árna Heiðari á hammond.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Petra Jónsdóttir er meðhjálpari.
Kristján Sverrisson frá kristniboðssambandinu kemur og sér um predikunina.

Maul eftir messu og eru allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Biblíudagurinn

Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 23. febrúar. Hið íslenska Biblíufélag var stofnað þann 10. júlí árið 1815 og er því elsta starfandi félag á Íslandi. Það var Skotinn Ebenezer Henderson sem átti frumkvæði að stofnun félagsins en með hjálp og stuðningi Íslendinga.  Félagið var í höndum Íslendinga allt frá upphafi. Markmið félagsins er að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar.  Biblían og boðskapur hennar hefur haft gríðarleg áhrif á menningu, gildi og sögu vestrænna þjóða.  Biblían birtir okkur hver Guð er, skapari, frelsari og hjálpari. Kjarninn í boðskap Biblíunnar er Jesús sem bendir á góðan, kærleiksríkan Guð.

Á Biblíudaginn erum við hvött til að minnast þess í öllum kirkjum, kirkjudeildum og kristnum söfnuðum landsins, að Biblían er trúarrit kristinna karla og kvenna og minna okkur á mikilvægi þess að styðja við útgáfu Biblíunnar um ókomna framtíð. Það er hægt að gera með bæn, sjálfboðaliðastarfi og fjárstuðningi. Á Biblíudaginn er gott tækifæri til að taka samskot til Biblíufélagsins í öllum kirkjum landsins.  Félagið er öllum opið sem vilja taka þátt í að stuðla að útbreiðslu Biblíunnar. Skráning í Biblíufélagið er í síma  528 4004 eða á heimasíðu félagsins hib@biblian.is. Á heimsíðu félagsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar um félagið.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðsþjónusta og barnastarf.

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. febrúar kl. 14 og barnastarf á sama tíma.

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar kórstjóra.
Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og Petra Jónsdóttir er meðhjálpari.christian-cross

Maul eftir messu og eru allir hjartanlega velkomnir.

Nú er lokið við að skipta um áklæði á kirkjubekkjunum og sjón er sögu ríkar.
Minnum á valgreiðslukröfurnar í heimabönkum ykkar en þær standa fyrir kostnaði við viðhaldi á kirkjunni okkar. Einnig hægt að greiða beint inn á reikninginn okkar,
númerið er 0327-26-490269  kennitala: 490269-2749 kr: 2170.-

 

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir