Fjölskylduguðsþjónusta með galdraívafi og kaffisala kvenfélagsins.

Sunnudaginn 8. mars kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta með galdraívafi.    jonnamynd

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Jón Víðis töframaður sýnir töfrabrögð.

Að lokinni messu verður kvenfélagið með sína árlegu kaffisölu til styrktar Bjargarsjóðnum og kvenfélaginu.
Hvetjum við fólk til að fjölmenna og styrkja starf þeirra kvenna.
Að venju verða hlaðin kökuborð á báðum hæðum félagsheimilins Kirkjubæjar.

Hlökkum til að sjá ykkur öll og njótum dagsins saman.
Takið endilega með gesti.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Nýjar myndir komnar inn

Myndir frá afmælishátíðinni komnar inn í myndasafnið.
Fleiri myndir líka frá safnaðarstarfinu, endilega kíkið á.
Smellið á „myndir“ hér á tækjaslánni fyrir ofan og njótið.

1510358_10206090543172618_1503879164977421784_n10984580_10206090556892961_2575368614477755910_o

 

 

 

 

 

 

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Hátíðarmessa vegna 65 ára afmæli safnaðarins

Sunnudaginn 22 febrúar kl. 14.00 verður hátíðarmessa þar sem 65 ára afmæli safnaðarins kirkjan3verður fagnað.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Séra Karl Sigurbjörnsson predikar.
Gissur Páll Gissurarson flytjur okkur nokkur lög og Matthías Nardeau spilar á óbó.
Veislukaffi verður  að lokinni messu, allir velkomnir til að fagna með okkur.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðsþjónusta og barnastarf.

Sunnudaginn 8.febrúar er guðsþjónusta kl.14. og barnastarf á sama tíma.christian-cross
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Guðni Einarsson stjórnarmaður í Biblíufélaginu predikar en í dag er biblíudagurinn og Hið íslenska biblíufélagið heldur uppá 200 ára afmæli sitt á þessu ári.

Maul eftir messu og allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Blúsmessa og barnastarf

Sunnudaginn 25. janúar kl.14christian-cross

Messan í dag verður með blúsívafi þar sem  Blússveit Þollýar kemur  í heimsókn og sér um tónlistina í messunni.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Petra Jónsdóttir er meðhjálpari.
Barnastarfið á sama tíma.

Maul eftir messu að venju og erum allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Bænavikan 18 – 25 janúar

Dagskrá 2015

Sunnudagur 18. janúar

Dagur 1: Það er nauðsynlegt að fara um Samaríu (Jóh 4.4)

Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 frá Dómkirkjunni í Reykjavík
Blessun hafsins í Nauthólsvík kl. 16.

Mánudagur 19. janúar

Dagur 2: Jesús var vegmóður og settist við brunninn (Jóh 4.6)

Bænastund í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20.

Þriðjudagur 20. janúar

Dagur 3: „Ég á engan mann“ (Jóh 4.17)

Fyrirlestrar í Íslensku Kristskirkjunni kl. 18-21. Efni „Afstaðan til Ísraels“ og „Endir veraldar – heimsslitakenningar.“

Miðvikudagur 21. janúar

Dagur 4: Nú skildi konan eftir skjólu sína (Jóh 4.28)

Bænastund í Friðrikskapellu kl. 12-13. Samvera í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl. 20.

Fimmtudagur 22. janúar

Dagur 5: „Þú hefur enga skjólu og brunnurinn er djúpur“ (Jóh 4.11)

Samvera á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti, kl. 20.

Föstudagur 23. janúar

Dagur 6: Jesús segir: „Vatnið sem ég gef verður að lind sem streymir fram til eilífs lífs (Jóh 4.14)

Samvera í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti, kl. 20.

Laugardagur 24. janúar

Dagur 7: „Gef mér að drekka“ (Jóh 4.7)

Helgiganga frá Hallgrímskirkju kl. 18. Lokasamvera í Fíladelfíu kl. 20.

Sunnudagur 25. janúar

Dagur 8: Margir trúðu vegna orða konunnar sem vitnaði (Jóh 4.39) Efni dagsins/bænavikunnar til umfjöllunar í söfnuðunum.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðsþjónusta og leikrit fyrir börnin.

Guðsþjónusta kl. 14 sunnudaginn 11.janúar.Barnaleikrit 9.sept 2012

Guðsþjónusta þar sem séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.
Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Stoppleikhópurinn kemur í heimsókn og sýnir okkur leikritið Hans klaufi.
Einnig koma Eiki og Emma í heimsókn og syngja fyrir okkur.

Endilega drífið börnin með ykkur til að horfa á barnaleikritið.
Maul eftir messu og allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Messuhald um jól og áramót.

Aftansöngur á aðfangadag kl.18                                            3 englar á grein

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Anna Jónsdóttir sópran og  Sophie Schoonjans hörpuleikari spila frá 17:30 – 18:00 og einnig í messunni.

Hátíðarmessa á jóladag kl. 14

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.
Kristinn B Þorsteinsson  er ræðumaður dagsins.

Aftansöngur á gamlársdag kl.18

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organisti. Örnólfur Kristjánsson spilar á selló.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Aðventukvöld – endurkomukvöld

aðventukransAðventukvöld – Endurkomukvöld
Sunnudaginn 7. desember kl. 20.00

Ræðumaður kvöldsins er Kristín Steinsdóttir rithöfundur.
Kór Óháða safnaðarins og Karlakórinn Stefnir  flytja okkur jólalög undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari leikur nokkur lög og ásamt  Árna Heiðari spila þau fyrir okkur í upphafi kvölds.
Fermingarbörn munu svo færa okkur ljósið.

Eftir stundina í kirkjunni býður safnaðarstjórnin upp á kaffi og smákökur í safnaðarsölum Kirkjubæjar.

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðsþjónusta og barnastarf.

Sunnudaginn 23.nóv kl. 14 er guðsþjónusta og barnastarf á sama tíma.christian-cross
Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Ragnar K Kristjánsson.
Bjöllukór tónstofu Valgerðar mun spila fyrir okkur í messunni ef verkfalli tónlistarkennara verður aflétt fyrir helgi.

Maul eftir messu og allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir