Hvítasunnu messa á annan í Hvítasunnu.

Heilagur andi.

Kvöldmessa verður í kirkju Óháða safnaðarins á annan í Hvítasunnu .
Séra Pétur þjónar fyrir altari, kór safnaðarins syngur undir stjórn Þorvaldar Davíðssonar.

Maul eftir messu .og Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti kirkjugestum að venju.

Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Hvítasunnu messa á annan í Hvítasunnu.

Jazzmessa í Óháða söfnuðinum

Jazzmessa verður í Óháða söfnuðinum á sunnudaginn 26. og mun Sr. Pétur Þorsteinsson predika og þjónar fyrir altari. Jazztríóið Funi verður á staðnum og leikur sjóðandi jazz undir stjórn Kristjáns Hrannars. Óháði kórinn leiðir messusöng.

Messugutti verður Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

Maul verður eftir messu í Kirkjubæ að vanda.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Jazzmessa í Óháða söfnuðinum

Gönguguðsþjónusta

Brynjudalur – Mynd: Elin Laxdal

Gönguguðsþjónustan sem hefst kl. 9:00 að morgni laugardagsins 25. maí, verður að þessu sinni á Hvalfjarðarsvæðinu. Ekið verður í Brynjudal að bænum Hrísakoti. Þar hefjum við gönguna og göngum inn dalinn að fallegu gili, Þórisgili.  Fyrir þá sem vilja fara lengra er möguleiki á að ganga lengra upp á hálsinn. Við getum m.a. virt fyrir okkur staði sem komu fyrir í þættinum Ófærð II. Síðan verður haldið til baka eftir svipaðri leið.

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólöf Ingólfsdóttir söngkona syngur einsöng.

Þetta eru um 7 km en við tökum góðan tíma í gönguna og til að
skoða umhverfið.

Gangan ætti að vera létt, en við höfum ekki haft tækifæri á að prufuganga hana því við þurftum að breyta áætlun þar sem svæðið sem við ætluðum að ganga er lokað vegna æðarvarps !

Lesa meira
Posted in Uncategorized | Comments Off on Gönguguðsþjónusta

Hammond tónleikar Óháða kórsins

Hammond heimsins

Föstudaginn 24. maí kl. 20:00 heldur Óháði kórinn glæsilega Hammond tónleika ásamt hljómsveit og góðum gestum. Á efnisskránni er Trúbrot, Radiohead, Hjálmar o.fl.

Seinasta haust var glæsilegasta Hammond orgel landsins keypt í kirkjuna. Þórir Baldursson vann að endurgerð þess í heilt ár og er gripurinn því sem glænýr.

Lesa meira
Posted in Uncategorized | Comments Off on Hammond tónleikar Óháða kórsins

Messa og barnastarf á sunnudaginn 12. maí

Messa verður sunnudaginn 12. maí 2019 kl. 14:00 í kirkju Óháða safnaðarins.

Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Tónlist dagsins verður smá upphitun fyrir Hammond tónleikana sem verða haldnir verða 24. maí næstkomandi. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á okkar magnaða hammond sem fyllir kirkjuna af mikilli tónlist og gleði.

Messan er tileinkuð þeim sem hafa gengið inn í söfnuðinn á árinu og þeir boðnir velkomnir. Af því tilefni verður veglegt maul eftir messu þar sem við styrkjum samfélagið okkar.

Messugutti er Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum.


Posted in Uncategorized | Comments Off on Messa og barnastarf á sunnudaginn 12. maí

60 ára vígsluafmæli í Óháða söfnuðinum

Afmælis fagnaður á sunnudaginn kl 14:00

Óháði söfnuðurinn heldur upp á 60 ára vígsluafmæli næsta sunnudag 28. apríl. Af því tilefni verður tilraunamessa hjá okkur og barnastarf í kirkjunni. Allir hjartanlega velkomnir og viðamikill viðurgerningur í maulinu á eftir. 

Sr. Pétur Þorsteinsson mun predika og þjóna fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.  Katrín Arndísardóttir tekur lög með Trúbrot ásamt Óháða kórnum og hljómsveit undir stjórn Kristjáns Hrannars. Kristín Aldís Markúsdóttir syngur einsöng. 

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

Posted in Uncategorized | Comments Off on 60 ára vígsluafmæli í Óháða söfnuðinum

Páskar í Óháða söfnuðinum

Dymbilvika og páskar eru á næsta leiti og munum við í kirkju Óháða safnaðarins fagna því hátíðlega að vanda. Við byrjum með fermingaguðsþjónustu á sunnudaginn kemur (14.4.).Á föstudaginn langa er kvöldvaka (19.4) þar sem Hannes Guðrúnarson ætlar að flytja okkur píslasöguna.  Morgunmessa er svo á páskadag þar sem við bjóðum upp á brauðbollur og heitt súkkulaði eftir messuna.

Kristján Hrannar kórstjóri og Óháði kórinn bjóða upp á veglegan tónlistarflutning yfir hátíðina í kirkjunni með nýtt og gamalt efni og Hlín Leifsdóttir sópransöngkona flytur okkur Bach á föstudaginn langa og á páskadag.

Hlökkum til að sjá ykkur í Óháðu kirkjunni yfir páskahátíðarnar.

Hér er svo smá fróðleikur um upphaf páskahátíðarinnar.

Lesa Fróðleik um páska
Posted in Uncategorized | Comments Off on Páskar í Óháða söfnuðinum

Pálmasunnudagur – Fermingarguðsþjónusta og barnastarf

Á sunnudaginn er Guðsþjónusta í Óháða söfnuðinum og mun Sr. Pétur þjónar fyrir altari ásamt Óháða kórnum sem syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Í messunni mun jafnframt verða flutt frumsamið efni eftir kórstjórann.  Messugutti verður Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum við kirkjudyrnar.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Pálmasunnudagur – Fermingarguðsþjónusta og barnastarf

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 24. mars kl. 14:00

Prestur sr. Pétur Þorsteinsson. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháði kórinn leiðir messusvör og söng undir stjórn Kristjáns Hrannars. Fermd verða tvö ungmenni. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Athugið að ekki verður boðið upp á maul á eftir athöfninni.

<div id="fb-root"></div>
<script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v3.2"></script>
Posted in Uncategorized | Comments Off on Fermingarguðsþjónusta og barnastarf sunnudaginn 24. mars kl. 14:00

Sveinn Kjarval 100 ára

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi.

Í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu hans miðvikudaginn 20. mars nk. mun Dr. Arndís S. Árnadóttir flytja fyrirlestur um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Sveinn Kjarval 100 ára