Innritun fermingarbarna er hafin


Öll börn sem skráð eru í Óháða söfnuðinn geta tekið fermingu í vor hvar sem þau búa. Þau börn sem staðsett eru á stór Reykjavíkursvæðinu mæta í kirkjuna okkar við Háteigsveg og taka þátt í fræðslunni þar. En í boði er að fá fermingarfræðlu á netinu í vetur og þau börn mæta svo í kirkjuna í vor til að taka fermingu.

Nánari tími og upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur haustinu.

Innritun í fermingarfræðslu í vetur er hafin og hægt að skrá á póstfang:
gudrun@ohadi.is

þar komi fram nafn:
kennitala barns:
netfang:

nöfn og sími forráðamanna:

Gúllasguðsþjónusta á annan í Hvítasunnu

Mánudaginn 9. júní n.k. kl. 18:00 verður gúllasmessa, séra Guðrún messar og kórinn okkar Vox gospel verður á sínum stað undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

Sannkölluð tónlistartilhlökkun og veisluhöld en gúllassúpudiskurinn eftir messu verður seldur á 2500 kr. Verið öll velkomin.

Því miður erum við ekki með posa og því þarf að greiða með peningum.