Guðsþjónusta og barnastarf 14. febrúar 2016 kl. 14:00

christian-crossÞað verður kristniboðskynning í næstu messu. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og messugutti er Petra Jónsdóttir. Kristján Sverrisson kristniboði predikar. Barnastarfið er á sínum stað. KÓSÍ-kórinn leiðir sálmasöng og svör undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Skráveifan Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul eftir messu. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta og barnastarf 14. febrúar 2016 kl. 14:00

Tregatrúartónlistarmessa

Hin sívinsæla og árlega Blúsmessa Óháða Safnaðarins verður haldin sunnudaginn 24. janúar kl. 14.00. Blússveit Þollýjar sér um tónlistina. Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Barnastarfið verður á sínum stað. Kaffi og samvera eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.

Blússveitina skipa að þessu sinni:

Þollý Rósmunds söngur
Tryggvi Hubner gítar
Sigurður Ingimarsson gítar
Jonni Richter bassi
Fúsi Óttars trommur

Sérstakur gestur er stórsöngvarinn Sigurður Kr. Sigurðsson (Siggi Kjötsúpa).

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Tregatrúartónlistarmessa

Samvinna um hjálparstarf

pentecost-germany-200x200Árlega tengjast kristnir söfnuðir á Íslandi alþjóðlegri, samkirkjulegri bænahreyfingu fyrir einingu kristninnar vikuna 18.-25. janúar. Að þessu sinni kemur efni vikunnar frá Lettlandi og lýsir fjölbreyttu og kröftugu samstarfi þar í landi, baenavika-2016-daglega. Liður í fjölbreyttri dagskrá bænavikunnar hérlendis, bæði á höfuðborgarsvæðinu, baenavika_dagskra_2016, og á Akureyri, er málþing um möguleika á samvinnu um hjálparstarf, til dæmis vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Málþingið verður haldið í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14 í Grafarvogi kl. 18-21 þriðjudagskvöldið 19. janúar. Fjallað verður um siðrænar hliðar kærleiksþjónustu og samkirkjulegt og þvertrúarlegt samstarf. Meðal málshefjanda eru María Ágústsdóttir doktorsnemi í samkirkjulegri guðfræði og Þórir Guðmundsson frá Rauða Krossinum. Einnig taka til máls fulltrúar frá ýmsum kirkjum og samtökum. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi stendur að bænavikunni hérlendis.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samvinna um hjálparstarf

Guðsþjónusta sunnudaginn 10. janúar n.k. kl. 14:00

christian-crossPrestur, sr. Pétur Þorsteinsson. Messugutti er Petra Jónsdóttir.
Í messunni verður farandsýningin: Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins. Kór safnaðarins leiðir sálmasönginn undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Skráveifan Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul eftir messu. Endilega mætið með alla fjölskylduna, allar kynslóðir og „smáfólkið“ er sérstaklega velkomið. Sjáumst!
Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta sunnudaginn 10. janúar n.k. kl. 14:00

Messuhald yfir hátíðirnar

aðventukrans

Aðfangadagur, aftansöngur kl. 18
Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schoonjans hörpuleikari syngja og spila frá 17:45 – 18:00 og einnig í messunni. Kór safnaðarins flytur hátíðartóna sr. Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.

 
Hátíðaðarguðsþjónusta kl. 14 á jóladag.
Matthías Nardeau óbóleikari spilar innspil með organista. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Kór safnaðarins flytur hátíðartóna sr. Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Guðlaug Pétursdóttir sópran syngur einsöng. Bjarni Jónsson er ræðumaður dagsins. Petra Jónsdóttir er meðhjálpari og Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum.

 
Aftansöngur á gamlársdag kl. 18.
Örnólfur Kristjánsson sellóleikari spilar innspil með organista. Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór safnaðarins flytur hátíðartóna sr. Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Petra Jónsdóttir er meðhjálpari og Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum.

Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Messuhald yfir hátíðirnar

Ný grein í safnið

Erindi Bergþórs Pálssonar á nýliðnu aðventukvöldi safnaðarins er komið inn í greinasafnið og hægt að nálgast það og lesa með því að smella á flipann Greinar efst í stikunni.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Ný grein í safnið

Aðventukvöld – Endurkomukvöld

3 englar á greinSunnudagskvöldið 6. desember n.k. kl. 20:00, annan í aðventu.

Ræðumaður og einsöngvari kvöldsins er Bergþór Pálsson.

Kvennakórinn Kyrjurnar, karlakórinn Stefnir og KÓSÍ-kórinn flytja okkur jólalög, saman og sér, undir stjórn Sigurbjargar Hvanndal Magnúsdóttur og organistans Árna Heiðars Karlssonar.
Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stundina býður safnaðarstjórnin upp á smákökusmakk í safnaðarsölum Kirkjunnar.
Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni. Allir velkomnir!

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðventukvöld – Endurkomukvöld

Guðsþjónusta, barnastarf og kynning á Gideonfélaginu

christian-crossNæsta sunnudag, þann 22. nóvember klukkan 14:00 er Guðsþjónusta.
Barnastarfið verður á sínum stað á sama tíma. Kór safnaðarins leiðir sálmasönginn og messusvörin undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Sverrisson predikar og kynnir Gideonfélagið. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti, Petra Jónsdóttir. Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum.
Vöfflukaffi eftir messu og eru allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta, barnastarf og kynning á Gideonfélaginu

Guðþjónusta sunnudaginn 8. nóvember kl 14:00

tricrossSunnudaginn kemur verður guðsþjónusta þar sem látinna er minnst.
Barnastarfið verður á sínum stað á sama tíma.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir. Sveinn Guðmundsson syngur fyrir okkur.
Kór safnaðarins leiðir sálmasönginn og messusvörin undir stjórn og undirleik organistans Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum,
Maul eftir messu og eru allir velkomnir.
Athugið að hægt er að senda inn nöfn þeirra sem minnast á, á netfangið
afdjoflun@tv.is en þá þarf helst að senda inn sem fyrst eða fyrir sunnudaginn.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðþjónusta sunnudaginn 8. nóvember kl 14:00

Samvera aldraðra sunnudaginn 1. nóvember klukkan 14:00.

old-couplePrestur, séra Pétur Þorsteinsson. Meðhjálpari, Þuríður Anna Pálsdóttir. Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðra predikar. Nemendur úr söngskóla Sigurðar Demetz syngja við undirleik organistans, Árna Heiðars Karlssonar. Skráveifan, Ólafur Kristjánsson, mun taka vel á móti öllum, ungum sem öldnum. Viðamikill viðurgerningur á eftir.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samvera aldraðra sunnudaginn 1. nóvember klukkan 14:00.