Gúllasguðsþjónustan.

Sunnudaginn 22.júní verður okkar fræga Gúllasguðsþjónusta kl. 11

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars og séra Pétur þjónar fyrir altari.
Ljósvakinn – Geir Ólafsson leikur sveimtónlist á undan messunni sem og í henni líka.

Að lokinni messu verður seld gúllassúpa í safnaðarheimilinu og kostar kr. 1000.- fyrir fullorðna og kr. 500.- fyrir börn.

Þetta er síðasta  messa fyrir sumarfrí  og óskum við ykkur góðrar skemmtunar í sumarfríinu og sjáumst aftur þegar haustmisserið byrjar en það verður með fjölskylduferðinni okkar í Guðmundarlund þann 13. ágúst en við auglýsum það betur síðar.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

17.júní.

Kristin trúfélög á Íslandi bjóða til sameiginlegrar bæna- og samverustundar í tricrossHallgrímskirkju á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Beðið verður fyrir landi og þjóð, forystufólki og fjölskyldum, atvinnulífi og einingu. Á milli bæna verða sungnir söngvar úr sameiginlegum arfi kristinnar kirkju á Íslandi og einnig verður söngstund með börnunum. Allir eru velkomnir á bænastundina á Skólavörðuholtinu sem hefst kl. 16 og stendur yfir í um 40 mínútur.

Bestu kveðjur,
undirbúningshópurinn

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudegi kl. 14      pentecost-germany-200x200

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Prestur er séra Pétur Þorsteinsson,  meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Ragnar Gunnarsson trúboði kynnir Kristsdaginn 27.september

Allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Gönguguðsþjónusta og lesmessa.

Gönguguðþjónustan laugardaginn 24.maí  og hefst með messu kl. 9 í kirkjunni. Lesmessa sunnudaginn 25. maí kl. 11.

Eiríkur Þormóðsson minnist látins leiðtoga, Guðmundar Hallvarðssonar.

 Gangan að þessu sinni verður á Arnarfell í Þingvallasveit. Fellið er móbergshryggur og er  ekki nema rúmlega 200 metra hátt. Þaðan er gott útsýni yfir Þingvelli.  Mörg fjöll blasa við eins og Esjan, Skálafell, Kjölur, Búrfell, Botnssúlur, Gagnheiði, Ármannsfell, Lágafell, Þórisjökull, Skjaldbreiður, Hrafnabjörg og Kálfstindar.
Um er að ræða ca 5 klst. gönguferð við allra hæfi með sundi, kvöldmat, söng og gamanmálum. Sundföt og önnur föt má geyma í rútunni.

Kl. 17:00 Að lokinni göngu ekur rútan með okkur að sundlauginni á Selfossi.
Kl. 19:30  Hefst veislumáltíð að Hótel Selfossi með söng og glensi.
Kl. 22  Ekið til Reykjavíkur.
Kostnaður fyrir rútu, sund, kvöldverð og skemmtun er kr. 7.000 og greiðist í reiðufé við brottför en þátttakendur hafi með sér nesti yfir daginn.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst með tölvupósti á fi@fi.is  og gefið upp nafn/nöfn. Einnig má tilkynna þátttöku til eftirtalinna nefndarmanna sem fúslega veita allar nánari upplýsingar:
Skrifstofa F.Í.                     568 2533, fi@fi.is
Eiríkur Þormóðsson              849-9895,
Magnús Konráðsson          554 4797 og 895 6833 6833
Ólöf Sigurðardóttir          553 9048 og 893 7386

 

Lesmessa sunnudaginn 25. maí kl. 11
Séra Pétur fer þá yfir messuformið og kynnir það.

 

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Fréttir frá aðalfundi

Aðalfundur safnaðarins fór fram sunnudaginn 11 maí í Kirkjubæ.
Eftir að formaður og gjaldkeri höfðu lesið skýrslur sínar og reikningar lagðir fram,  voru þeir samþykktir  og kom þá að kjöri í stjórn safnaðarins.
Formaður, gjaldkeri og ritari voru endurkjörin einróma.
Úr stjórn áttu að ganga skv nýju lögunum Helga Hansdóttir, Laufey Waage og Örn Zebitz. Þau gáfu kost á sér áfram og engin mótframboð bárust, voru þau því  endurkjörin einróma. Áfram halda svo Guðrún Halla Benjamínsd, Sigurjón Ívarsson og Þuríður Pálsd.
Ragnar K Kristjánsson og Bjarni Jónsson voru kosnir aftur sem skoðunarmenn reikninga og Hannes Guðrúnarson var kosin sem varamaður.

.

Stjórn safnaðarins 2014-2015 ásamt séra Pétri.

Safnaðarstjórn 13-14

Eiður Haraldsson formaður
Valdimar Ingi Þórarinsson gjalderi
Guðlaug Björnsdóttir ritari
Sigurjón Ívarsson
Guðrún Halla Benjamínsdóttir
Helga Hansdóttir
Laufey Waage
Örn Zebitz
Þuríður Pálsdóttir

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Guðsþjónusta og aðalfundur.

Guðsþjónusta sunnudaginn 11. maí kl. 14.  christian-cross

Guðsþjónusta og barnastarf á sama tíma.
Karlakórinn Stefnir syngur í messunni.
Maul eftir messu.

Aðalfundur safnaðarins hefst svo eftir messuna í félagsheimili Kirkjubæjar efri hæð.
sjá dagskrá hér neðar á síðunni.
Safnaðarmenn hvattir til að mæta og taka þátt í störfum safnaðarins.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Aðalfundur safnaðarins

Aðalfundur Óháða safnaðarins verður haldin sunnudaginn 11. maí  2014 í Kirkjubæ að lokinni messu.

 Dagskrá:

1)   Fundur settur
2)   Kjör fundarstjóra og fundarritara
3)   Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og lögð fram til samþykktar
4)   Skýrsla formanns
5)   Skýrsla gjaldkera
6)   Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
7)   Lagabreytingar
8)   Kosning formanns, ritara og gjaldkera
9)   Kosning þriggja stjórnarmanna
10)  Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanns.
11)  Önnur mál
12)  Fundi slitið

Safnaðarfólk hvatt til að mæta og taka þannig þátt í eflingu safnaðarins.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Jazzmessa

Jazzmessa sunnudaginn 27. apríl kl. 14    tricross

Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.
Ragnheiður Gröndal spilar sín ljúfustu lög í messunni.

Maul eftir messu og allir velkomnir.

 

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Páskadagsmorgun

Hátíðarguðsþjónusta kl 8.00.grofin
Fögnum upprisunni með balletttjáningu nema úr Jazzballettskóla Báru.
Kórinn leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.
Heitt súkkulaði og brauðbollur að lokinni messu í boði safnaðarstjórnar.

Allir hjartanlega velkomnir og takið með ykkur gesti.

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir

Kvöldvaka á föstudaginn langa

Kvöldvaka á föstudaginn langaFöstudagurinn langi

Kyrrð í kirkjunni kl. 20.30. Píslarsagan lesin af Ólafi Guðmundssyni
Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjavíkur leika einleik á selló.
Hjörtur Páll Eggertsson leikur Prelude og Sarbande úr svítu nr. 2 í d-moll.
Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur Allemande úr svítu nr. 5 í c-moll.
Bæn og íhugun í rökkvaðri kirkju.

Allir velkomnir

Posted in Uncategorized | Lokað fyrir athugasemdir