Um söfnuðinn

Óháði söfnuðurinn er íslenskt trúfélag utan Þjóðkirkjunnar, stofnaður út frá hópi sem klauf sig úr Fríkirkjunni í Reykjavík 1957. Óháði söfnuðurinn er kristin kirkja líkt og Þjóðkirkjan.
Kirkja Óháða safnaðarins er staðsett við Háteigsveg í Reykjavík og safnaðarprestur síðan 1995 er séra Pétur Þorsteinsson.