Messur um jólin

Aftansöngur Óháða safnaðarins verður á aðfangadag kl 18:00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Ólafur Kristjánson mun taka vel á móti öllum.


Hátíðarguðsþjónusta verður í Óháða söfnuðnum á jóladag kl. 14;00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari, Ómar Örn Pálsson varaformaður safnaðarstjórnar er ræðumaður dagsins og Óháði kórinn leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Messur um jólin

Endurkomukvöld sunnudaginn 9. desember kl. 20:00

Aðventukvöld Óháða safnaðarins verður haldið að vanda annan sunnudag í aðventu. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Nordal og munu nemendur LHÍ í kórstjórn syngja jólalög undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stundina býður safnaðarstjórnin upp á smákökusmakk.

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni og smakka á smákökunum í maulinu á eftir, allir hjartanlega velkomnir

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Endurkomukvöld sunnudaginn 9. desember kl. 20:00

Guðsþjónusta og barnastarf 25. nóvember kl. 14:00

Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti Arna Björk Gunnarsdóttir.

Bjöllukór Tónstofu Valgerðar spilar í messunni.

Tvö börn verða borin til skírnar.

Óháði kórinn mun leiða messusöng og svör undir stjórns Kristjáns Hrannars.

Barnastarfið er í umsjón Markúsar og Heiðbjartar, maul eftir messu og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum.

Hlökkum til að eiga stund með ykkur á sunnudaginn.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta og barnastarf 25. nóvember kl. 14:00

Guðsþjónusta og barnastarf 11. nóv. kl. 14:00

Ath. Látinna verður minnst í messunni og hægt er að senda inn nöfn þeirra sem minnast á, á netfangið afdjöflun@tv.is sem fyrst eða fyrir sunnudaginn.
Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Petra Jónsdóttir.
Barnastarfið verður á sínum stað í umsjón Heiðbjartar og Markúsar. Gestakór heimsækir kirkjuna (söngvinir) og mun leiða messusvör og sálmasöng og syngja undir stjórn organistans, Kristjáns Hrannars Pálssonar.
Ólafur Kristjánsson mun taka vel á móti öllum og boðið verður upp á maul eftir messu.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta og barnastarf 11. nóv. kl. 14:00

Samvera aldraðra – sunnudaginn 4. nóvember kl 14:00

Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.
Sigmundur Ernir Rúnarson, fjölmiðlarmaður og rithöfundur flytjur hugvekju og nemendur úr Listaháskóla Íslands syngja fyrir viðstadda.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Viðamikill viðurgerningur í safnaðarheimili í boði stjórnar eftir samveruna í kirkjunni.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samvera aldraðra – sunnudaginn 4. nóvember kl 14:00

Jazz/Hammondmessa og barnastarf n.k. sunnudag 28. október kl. 14:00

Jazzmessa verður að vanda hjá söfnuðinum og nú með nýja Hamondinum okkar sem er talið vera eðal hljóðfæri.                          Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari og messugutti er Guðrún Halla Benjamínsdóttir. Óháði kórinn leiðir sönginn og syngur jazzaða sálma undir stjórn organista Óháða Kristjáns Hrannars Pálssonar. Einnig mun Óskar Kjartansson tromuleikari slá taktinn með kór og kórstjóra í messunni. Barnastarfið verður á sínum stað.

Maul verður eftir messu að vanda og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum.

Hlökkum til að sjá sem flesta og njóta söngsins og samverunnar.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Jazz/Hammondmessa og barnastarf n.k. sunnudag 28. október kl. 14:00

Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 14. október kl. 14:00

Galdramessa og styrktarkaffi verður haldið sunnudaginn 14. október næstkomandi. Galdra-klerkurinn, sr. Pétur, þjónar fyrir altari. og messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháðikórinn leiðir sönginn, svör og sálma, við undirleik organistans Kristjáns Hrannars Pálssonar. Einnig munu Svetlana Veschagina, tónskál og píanóleikari ásamt systur hennar Valeriia Astakhova sópransöngkonu flytja lag við upphaf messu úr Rússneskum tónlistararfi. Barnastarfið verður á sínum stað og leiða Markús og Heiðbjört það.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti og veigamikið kirkjukaffi verður í Kirkjubæ á eftir til styrktar Óháðakórnum. Frjáls framlög eru en lámarksgjald fyrir hlaðborðið er 1500 kr. fyrir alla eldri en 12 ára, 500 kr. fyrir yngri kynslóðina og frítt fyrir allra yngstu börnin. Ágóðinn rennur óskiptur til kórsstarfs og uppbyggingu Óháðakórsins sem er nýstofnaður kór við söfnuðinn. Athugið að ekki verður posi á staðnum.

Hlökkum til að eiga stund með ykkur sem flestum og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti messugestum.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 14. október kl. 14:00

Uppskerumessa og barnastarf sunnudaginn 23. september kl. 14:00

Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.Raddbandafélag Reykjavíkur sér um að leiða messusvör og söng. Organisti er Kristján Hrannar og ætlar hann að vera með smá haustjazz. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Eftir messuna er svartbaunaseiði og bráðabrauð í boði safnaðarins. Allir velkomnir og við hvetjum ykkur til að koma með eitthvað af uppskeru sumarsins. Pétur ætlar að koma með sýnishorn af sínu tröllasúrumauki og bjóða öllum að smakka.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Uppskerumessa og barnastarf sunnudaginn 23. september kl. 14:00

Rafrænar safnaðarfréttir

Það eru væntanlega flestir búnir að fá safnaðarfréttir 2018-2019 inn um lúguna hjá sér. Nú er líka hægt að smella á Dagskrá í svörtu stikunni og velja Fréttablöð og rafrænu útgáfuna.  

Við fengum ábendingu um að það vantaði aðeins upp á bankaupplýsingar ef fólk vill styrkja.  Kt og reikningsnr valgreiðslusjóðs=>490269-2749-0327-26-490269

Búið er að festa þessar upplýsingar undir hnappnum „Kirkjan“ í svörtu stikunni.

 

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Rafrænar safnaðarfréttir

Guðsþjónusta og barnastarf 6. september kl. 14:00

Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháði kórinn leiðir söng og messusvör og syngur m.a. frumsamið lag eftir tónlistastjóra safnaðarins, Kristján Hrannar Pálsson.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um ósýnilega vininn.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul á eftir.

Minnum einnig á Þakkargerðardýrlingstónleika Jazz hátíðar Reykjavíkur til heiðurs Guðmundi Steingrímssyni kl. 17:00 sama dag í kirkjunni.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta og barnastarf 6. september kl. 14:00