Tilraunamessa og barnastarf 22. apríl kl.14:00

Nýlega stofnaður Óháði kórinn mun leiða söng og svör í messunni og flytja efni eftir Kristján Hrannar undir hans stjórn.

Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Sem forspil og eftirspil ætlar Kristján Hrannar að spinna verk af fingrum fram á flygilinn. Þau nefnast Gráður og fjalla um loftslagsbreytirngar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Minnum á aðalfund safnaðarins eftir messuna og maulið. Hlökkum til að eiga stund með ykkur. Stjórnin.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Tilraunamessa og barnastarf 22. apríl kl.14:00

Batamessa aprílmánaðar 2018 verður 15. apríl, kl. 17.00 í Kirkju Óháða safnaðarins

Vinir í bata í Óháða söfnuðinum ásamt hópnum í Guðríðarkirkju sameinast um þessa batamessu.

Það eru allir velkomnir í batamessu og um að gera að bjóða með sér þeim sem okkur þykir vænt um og þeim sem gætu þurft á sporunum að halda til að kynna starfið fyrir þeim. Við eigum nokkra vitnisburði um fólk sem kom í batamessu og ákvað þar og þá að drífa sig í sporin.

Það er líka gott fyrir okkur sem erum að vinna sporin að koma og njóta og hvíla í umgjörð messunnar. Það er gott 11. spor.

Vinir í bata Guðríðarkirkju og í Óháða söfnuðinum taka vel á móti okkur og bjóða upp á hressingu eftir messuna áður en við byrjum aðalfundinn kl. 19.00.

Sjáumst í batamessu sunnudaginn 15. apríl.

Með kveðju Elín Margrét

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Batamessa aprílmánaðar 2018 verður 15. apríl, kl. 17.00 í Kirkju Óháða safnaðarins

Aðalfundur Óháða safnaðarins

Í Kirkjubæ eftir messu sunnudaginn 22. apríl 2018

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og lögð fram til samþykktar
4. Skýrsla formanns
5. Skýrsla gjaldkera
6. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
7. Lagabreytingar
8. Kosning formanns, ritara og gjaldkera
9. Kosning þriggja stjórnarmanna
10. Kosning tvegga skoðunarmanna og varamanns
11. Önnur mál
12. Fundi slitið

Safnaðarmeðlimir eru hvattir til að mæta
og taka þannig þátt í eflingu safnaðarins.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Óháða safnaðarins

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Sunnudaginn 8. apríl kl. 14:00.

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Félagar úr fjárlaganefnd leiða messusöng og svör undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Fermd verða:

Ásgerður Káradóttir, Bríet Berndsen Ingvadóttir,
Haukur Lár Hauksson, Kamilla Nótt Sævarsdóttir Brooks og
Natalía Ósk Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar um hópinn má nálgast með því að smella á athafnir í svörtu stikunni og velja fermingar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Allir velkomnir að taka þátt í þessari stund með fermingarungmennunum.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Messuhald um páskana

Kvöldvaka á föstudaginn langa kl. 20:30
Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Píslarsöguna les Ellý Ármanns. Óháði kórinn syngur milli lestra undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Páskadagsmorgun kl. 8:00
Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Díana Ósk Óskarsdóttir predikar. Félagar út Jazzballetskóla Báru verða með balletttjáningu. Óháði kórinn flytur hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar og leiðir sálmasöng og svör undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Heitar brauðbollur og kakó í boði safnaðarins á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Messuhald um páskana

Athugið!

Á föstudaginn langa og páskadag mun Óháði kórinn koma fram í fyrsta skipti. Óháði kórinn er skemmtilegur og öðruvísi kór undir stjórn Kristjáns Hrannars sem leggur áherslu á frumsamin þjóðlög með hljóðfærum í bland við hefðbundnari kórlög. Enn þá er tekið við meðlimum, sérstaklega karlkyns söngvurum Þann 17. maí verða svo vortónleikar í Óháða söfnuðinum þar sem kórinn ásamt hljómsveit mun sýna sínar bestu hliðar. Hægt er að læka við fésbókarsíðu kórsins og fylgjast með því sem hann er að gera hér: https://www.facebook.com/ohadikorinn/

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Athugið!

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Pálmasunnudag 25. mars kl. 14:00.

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

 

Árni Heiðar Karlsson, organisti, leiðir safnaðasöng ásamt meðlimum úr Fjárlaganefnd.

Fermd verða:

Gréta Hallsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Margrét Ásta Arnarsdóttir og Stefán Guðnason.  Nánari upplýsingar um hópinn má nálgast með því að smella á athafnir í svörtu stikunni og velja fermingar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Allir velkomnir að taka þátt í þessari stund með fermingarungmennunum.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 11. mars kl. 14:00

Sr. Pétur þjónar fyrir altari og fremur einhver töfrabrögð.               

 

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Félagar úr fjárlaganefnd leiða sönginn, svör og sálma, við undirleik Kristjáns Hrannars. Ólafur Karlsson tekur vel á móti öllum.

 

Hlaðborð af alls kyns góðgæti á báðum hæðum í kaffinu á eftir til styrktar Bjargarsjóði. 1500 rukkað fyrir alla eldri en 14 ára, 500 kr. fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu börnin. Athugið að það verður ekki posi á staðnum. Aðgangur að hlaðborðum ótakmarkaður á meðan eitthvað er til og magamál leyfir. Hlökkum til að eiga stund með ykkur. 

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 11. mars kl. 14:00

Tónlistarmessa og barnastarf, 25. febrúar kl. 14:00

Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Í stólinn stígur maður frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga og boðar orðið. 

Fjárlaganefnd leiðir messusvör og söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Maul á eftir, allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Tónlistarmessa og barnastarf, 25. febrúar kl. 14:00

Guðsþjónusta, skírn og barnastarf, 11. febrúar kl. 14:00


Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Félagar úr Fjárlaganefnd leiða messusöng og svör undir sjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta, skírn og barnastarf, 11. febrúar kl. 14:00