Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 14. október kl. 14:00

Galdramessa og styrktarkaffi verður haldið sunnudaginn 14. október næstkomandi. Galdra-klerkurinn, sr. Pétur, þjónar fyrir altari. og messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháðikórinn leiðir sönginn, svör og sálma, við undirleik organistans Kristjáns Hrannars Pálssonar. Einnig munu Svetlana Veschagina, tónskál og píanóleikari ásamt systur hennar Valeriia Astakhova sópransöngkonu flytja lag við upphaf messu úr Rússneskum tónlistararfi. Barnastarfið verður á sínum stað og leiða Markús og Heiðbjört það.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti og veigamikið kirkjukaffi verður í Kirkjubæ á eftir til styrktar Óháðakórnum. Frjáls framlög eru en lámarksgjald fyrir hlaðborðið er 1500 kr. fyrir alla eldri en 12 ára, 500 kr. fyrir yngri kynslóðina og frítt fyrir allra yngstu börnin. Ágóðinn rennur óskiptur til kórsstarfs og uppbyggingu Óháðakórsins sem er nýstofnaður kór við söfnuðinn. Athugið að ekki verður posi á staðnum.

Hlökkum til að eiga stund með ykkur sem flestum og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti messugestum.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 14. október kl. 14:00

Uppskerumessa og barnastarf sunnudaginn 23. september kl. 14:00

Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.Raddbandafélag Reykjavíkur sér um að leiða messusvör og söng. Organisti er Kristján Hrannar og ætlar hann að vera með smá haustjazz. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Eftir messuna er svartbaunaseiði og bráðabrauð í boði safnaðarins. Allir velkomnir og við hvetjum ykkur til að koma með eitthvað af uppskeru sumarsins. Pétur ætlar að koma með sýnishorn af sínu tröllasúrumauki og bjóða öllum að smakka.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Uppskerumessa og barnastarf sunnudaginn 23. september kl. 14:00

Rafrænar safnaðarfréttir

Það eru væntanlega flestir búnir að fá safnaðarfréttir 2018-2019 inn um lúguna hjá sér. Nú er líka hægt að smella á Dagskrá í svörtu stikunni og velja Fréttablöð og rafrænu útgáfuna.  

Við fengum ábendingu um að það vantaði aðeins upp á bankaupplýsingar ef fólk vill styrkja.  Kt og reikningsnr valgreiðslusjóðs=>490269-2749-0327-26-490269

Búið er að festa þessar upplýsingar undir hnappnum “Kirkjan” í svörtu stikunni.

 

Posted in Uncategorized | Comments Off on Rafrænar safnaðarfréttir

Guðsþjónusta og barnastarf 6. september kl. 14:00

Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháði kórinn leiðir söng og messusvör og syngur m.a. frumsamið lag eftir tónlistastjóra safnaðarins, Kristján Hrannar Pálsson.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um ósýnilega vininn.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul á eftir.

Minnum einnig á Þakkargerðardýrlingstónleika Jazz hátíðar Reykjavíkur til heiðurs Guðmundi Steingrímssyni kl. 17:00 sama dag í kirkjunni.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Guðsþjónusta og barnastarf 6. september kl. 14:00

Kvöldmessa 26. ágúst kl. 20:00

Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.             Messugutti er Petra Jónsdóttir. Árni Heiðar Karlsson spilar og félagar úr Fjárlaganefnd leiða messusöng og svör undir hans stjórn.        Guðrún Halla Benjamínsdóttir tekur vel á móti öllum Maul á eftir.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Kvöldmessa 26. ágúst kl. 20:00

Fjölskylduferð í Guðmundarlund 22. ágúst kl. 18:00

Miðvikudaginn 22. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Guðmundarlund með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna. Grillaðar pylsur og fleira gotterí verður í boði safnaðarins ásamt drykkjum og séra Pétur mun stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni. Sjá einnig, viðburður á vegg safnaðarins.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Fjölskylduferð í Guðmundarlund 22. ágúst kl. 18:00

Gúllasguðþjónusta og skírn 24. júní kl.18:00

Athugið breyttan messutíma!

Sr. Pétur prédikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Saxafónleikarinn Joakim Berghall leikur í messunni.             

Organisti er Árni Heiðar Karlsson, félagar úr Fjárlaganefnd leiða söng og svör undir hans stjórn.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Á eftir er gúllassúpa kr. 1000 og má svo fá sér eins oft og magamál leyfir eða meðan eitthvað er til í pottunum. Ekki posi á staðnum. Allir velkomnir!!

Posted in Uncategorized | Comments Off on Gúllasguðþjónusta og skírn 24. júní kl.18:00

Gönguguðsþjónusta 9. júní kl. 9:00

ATH breyttan messutíma
Sr. Pétur þjónar fyrir altari og félagar úr Fjárlaganefnd syngja undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum.

Lesmessa sunnudaginn 10. júní kl. 11:00
Allir velkomnir.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Gönguguðsþjónusta 9. júní kl. 9:00

Jazzmessa sunnudaginn 27. maí kl. 14:00

Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Árni Heiðar Karlsson spilar og stjórnar félögum úr Fjárlaganefnd sem leiða söng og messusvör. Ólafur Karlsson tekur vel á móti öllum. Allir velkomnir í messuna og maulið á eftir.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Jazzmessa sunnudaginn 27. maí kl. 14:00

Kvöldmessa annan í hvítasunnu, 21. maí kl. 20:00

Pétur predikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Fjárlaganefnd syngja.

Árni Heiðar Karlsson spilar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Hlökkum til að eiga stund með ykkur bæði í messu og í maulinu á eftir.

Posted in Uncategorized | Comments Off on Kvöldmessa annan í hvítasunnu, 21. maí kl. 20:00