Messur um jól og áramót

Aftansöngur verður á aðfangadag kl. 18.00, hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00 og aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00. Séra Pétur Þorsteinsson prédikar, Matthías V. Baldursson stýrir tónlistinni og Drifa Nadia Thoroddsen verður með einsöng á aðfangadag og gamlársdag. Ræðumaður á jóladag er Ármann Reynisson vinjeturithöfundur og presturinn stígur í stólinn á gamlársdag.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum komuna í kirkjuna á liðnu ári. Megi Guð gefa ykkur öllum gæfuríkt nýtt ár og ljúfar samverustundir í kirkjunni á komandi ári.

Öll hjartanlega velkomin.

Aðventukvöld 3. desember kl. 20

Aðventukvöld/endurkomukvöld verður sunnudaginn 3. desember kl. 20. Sigfinnur Þorleifsson verður ræðumaður, Lögreglukórinn, Vox Gospel og Friðrik Karlsson sjá um tónlistina undir stjórn Matthíasar Baldurssonar kórstjóra og séra Pétur stýrir athöfninni. Smákökusmakk og jólaöl. Öll velkomin.