Alfa

Alfa  Þriðjudaginn 4. september 2012 kl. 19:00 verður kynningarkvöld á Alfa og verður Filippíbréfið tekið fyrir á þessu námskeiði.
Alls eru þetta 10 kvöld og hefjast þau öll kl. 19 og ljúka kl. 22.

Skráning fer fram hjá safnaðarprestinum, Pétri Þorsteinssyni, GSM 860 1955 eða á netfangi afdjoflun@tv.is.

Við bendum á að gott er að fylgjast með fréttabréfinu okkar til að fá nánari upplýsingar um upphafs dagsetningu Alfa námskeiðsins. Einnig verður hægt að fylgjast með undir liðnum Fréttir hér á síðunni.

Gera má ráð fyrir fleiri Alfa námskeiðum eftir áramót.

Hvað er Alfa?
Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um tilgang lífsins út frá kristnu sjónarhorni. Farið er í grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Auk þess fara þátttakendur eina helgi saman út úr bænum.
Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda.

Hver samvera hefst með málsverði kl. 19:00. Síðan er kennt í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Að lokum er stutt helgistund. Námskeiðinu lýkur kl. 22:00.
Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna.

Alfa námskeiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Yfir 5 milljónir manna hafi sótt námskeiðið um allan heim.

Fyrir hverja er Alfa?
Alfa er öllum opið
– sem leita svara við spurningum um tilgang lífsins.
– sem vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar trúar.
– sem velta fyrir sér hvaða gildi móta líf okkar og samfélag.
– sem trúa.
– sem efast
– sem ekki trúa.

Hvað kostar að fara á Alfa námskeið?
Ekkert námskeiðsgjald er á alfanámskeiðum. En fyrir kvöldverð allt námskeiðið, vinnubók og efniskostnað þarf að greiða fyrir. Upplýsingar um kostnaðinn er hægt að nálgast hjá safnaðarpresti. Alfa helgin greiðist sérstaklega.