Kvenfélagið

10981075_10206091298071490_6404188503368487569_oKvenfélag Óháða safnaðarins var stofnað 28.mars 1950. Fyrsti formaður þess var Álfheiður L Guðmundsdóttir árin1950-84, eftir það: Ágústa Erlendsdóttir 1984-89, Elsa Guðmundsdóttir 1989-96, Esther Haraldsdóttir 1996-2005 og síðasti formaður var Petra Jónsdóttir.

Kvenfélagið gengdi mjög mikilvægu og merkilegu starfi í þágu kirkjunnar. T.d. má geta þess að í upphafi hafi framlag kvenfélagsins til kirkjubyggingarsjóðsins verið rúmur helmingur þess sem kirkjubyggingin öll kostaði.

Á vormisserinu var haldið Bjargarkaffið. Innkoma þessa dags fór í sjóð sem var stofnaður 1972 til heiðurs Björgu Ólafsdóttur fyrstu forstöðukonu Kirkjubæjar og hlutverk hans er að styrkja einstaklinga í söfnuðinum sem hafa í einn eða annan tima öðrum fremur orðið hjálparþurfi vegna uppáfallandi veikinda eða af öðrum sökum.

 

 

Á myndinni eru frá vinsti : Selma Þorvaldsd, Petra Jónsd og Arna Björk Gunnarsd.

Kvenfélagið var lagt niður 2016