Þjóðlaga- og þjóðbúningarmessa, barnastarf og aðalfundur

Sunnudaginn 27. apríl kl. 14 verður þjóðlaga- og þjóðbúningamessa í Óháða söfnuðinum.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Sönghópurinn á loftinu sér um tónlistina, bæði tónlistin og maulið verður þjóðlegt.

Hjördís Anna sér um barnastarfið, endilega mætið með börnin.

Eftir messu verður aðalfundur safnaðarins haldinn.

Hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum þá sem geta að mæta í þjóðbúningum.

Velkomin til starfa, séra Guðrún Eggerts Þórudóttir

Séra Guðrún Eggerts Þórudóttir hefur verið ráðin sem prestur hjá Óháða söfnuðinum frá og með 1. maí 2025. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn og hlökkum til góðs og uppbyggilegs samstarfs.

Séra Guðrún tekur við af séra Pétri Þorsteinssyni sem hefur sinnt þjónustu prests hjá söfnuðinum af trúmennsku í heil 30 ár.

Guðrún hefur fjölbreytta menntun og víðtæka starfsreynslu að baki. Hún lauk kennarprófi í Waldorf fræðum frá Emerson Collage 25 júní 2004. Árið 2013 lauk hún stúdentsprófi frá Fjölbraut í Breiðholti og þaðan lá leið hennar í Guðfræði í HÍ. Hún lauk BA í guðfræði árið 2018 og mag. theol prófi frá Háskóla Íslands í febrúar árið 2020. Auk þess hefur Guðrún lokið við diplómanám í sálgæslu.

Guðrún var vígð sem sóknarprestur í Ólafsfjarðarkirkju 27. sept, 2020 og starfaði síðan sem prestur við Vídalínskirkju í eitt ár. Hún hefur starfað sjálfstætt í Kærleikshorninu ásamt því að leysa af sem svæðisstjóri æskulýðsmála á höfuðborgarsvæðinu haust 2024. Guðrún starfaði um árabil sem Waldorf kennari hjá Waldorfskólanum Sólstöfum, sálgætir og hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni. Í starfsþjálfun Þjóðkirkjunnar voru leiðbeinendur hennar sr. Guðrún Karls Helgudóttir biskup og Sigurður Grétar Helgason í Grafarvogskirkju.

Við í Óháða söfnuðinum hlökkum til að starfa með séra Guðrúnu og óskum henni velfarðarar í þessu mikilvæga hlutverki.