Rokkmessa og barnastarf

Rokkmessa verður 24. nóvember kl. 14 í Óháða söfnuðinum. Séra Pétur sér um prédikun, Rokkkór Íslands syngur undir stjórn Matthíasar kórstjóra og Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar með kórnum. Þeir VÆB bræður Matthías og Hálfdán sjá um barnastarfið svo það er um að gera að mæta með börnin. Eftir messu verður maulið á sínum stað að venju.

Við veljum Óháða söfnuðinn, X – fyrir rokkmessu, hlökkum til að sjá ykkur.

Bítlamessa og barnastarf

Sunnudaginn 10. nóvember kl. 14 verður bítlamessa og látinna verður minnst.
Séra Pétur þjónar fyrir altari en tónlistin er undir stjórn Matthíasar kórstjóra, Vox gospel sér um sönginn, Friðrik Karlsson leikur á gítar og Drífa Nadía Thoroddsen syngur einsöng.

Væb bræðurnir Matthías og Hálfdán verða með barnastarfið, fræðsla,
leikir og söngur á meðan á messu stendur og maulið verður á sínum stað að lokinni messu.

Verið öll velkomin.