Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2013

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 18-25 janúar

Dagskrá

Föstudagur 18.01.13
Opnunarsamkoma kl. 20 í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19.
Laugardagur 19.01.13
Blessun hafsins í Nauthólsvík kl. 16.
„Gangan með Guði“. Kirkjuganga frá Hallgrímskirkju í Fíladelfíu kl. 18.
Samkoma kl. 20 í Fíladelfíu, Hátúni 2. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, prédikar.
Sunnudagur 20.01.13
Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Súpufundur á eftir í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.
Umræðuefni: Dalítar á Indlandi. Frjáls framlög.
Mánudagur 21.01.13
Bænastund í Hafnarfirði kl. 20. Nánar auglýst síðar.
Þriðjudagur 22.01.13
Bænastund í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi, kl. 12.
Námskeið um trúarskilning mismunandi kirkna (fyrsta skipti af fjórum).
Skírnin. Í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, kl. 18-21.
Miðvikudagur 23.01.13
Bænastund í Friðrikskapellu við Hlíðarenda kl. 12.
Bænastund í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl. 20.
Fimmtudagur 24.01.13
Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju, Skólavörðuhæð, kl. 12.
Samkoma á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, kl. 20.
Föstudagur 25.01.13
Lokakvöld í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14, Grafarvogi.
Fjölskyldustund kl. 18-20 með léttum kvöldverði og söng. Frjáls framlög.

 Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi
Sjá lestra og bænir á: www.kirkjan.is/baenavika

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár.

Safnaðarstjórnin sendir ykkur bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir það liðna.
Megi árið 2013 verða gott ár fyrir kirkjuna og söfnuðinn okkar.

Þökkum öllum þeim sem hafa greitt valgreiðslukröfuna,  sem kirkjan sendi út í fyrsta skipti á liðnu ári og er fyrir viðhaldi kirkjunar.
Enn er hægt að greiða þessar valgreiðslukröfur í heimabönkunum og einnig er hérna reikningsnúmerið ef þið viljið leggja okkur lið við endurbætur og viðhald á kirkjunni okkar.

Reikningur í Arion-banka: 0327-26-490269   kt: 490269-2749