Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2018

Messuhald um páskana

Kvöldvaka á föstudaginn langa kl. 20:30
Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Píslarsöguna les Ellý Ármanns. Óháði kórinn syngur milli lestra undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Páskadagsmorgun kl. 8:00
Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Díana Ósk Óskarsdóttir predikar. Félagar út Jazzballetskóla Báru verða með balletttjáningu. Óháði kórinn flytur hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar og leiðir sálmasöng og svör undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Heitar brauðbollur og kakó í boði safnaðarins á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.

Athugið!

Á föstudaginn langa og páskadag mun Óháði kórinn koma fram í fyrsta skipti. Óháði kórinn er skemmtilegur og öðruvísi kór undir stjórn Kristjáns Hrannars sem leggur áherslu á frumsamin þjóðlög með hljóðfærum í bland við hefðbundnari kórlög. Enn þá er tekið við meðlimum, sérstaklega karlkyns söngvurum Þann 17. maí verða svo vortónleikar í Óháða söfnuðinum þar sem kórinn ásamt hljómsveit mun sýna sínar bestu hliðar. Hægt er að læka við fésbókarsíðu kórsins og fylgjast með því sem hann er að gera hér: https://www.facebook.com/ohadikorinn/