Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2018

Aðalfundur Óháða safnaðarins

Í Kirkjubæ eftir messu sunnudaginn 22. apríl 2018

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og lögð fram til samþykktar
4. Skýrsla formanns
5. Skýrsla gjaldkera
6. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
7. Lagabreytingar
8. Kosning formanns, ritara og gjaldkera
9. Kosning þriggja stjórnarmanna
10. Kosning tvegga skoðunarmanna og varamanns
11. Önnur mál
12. Fundi slitið

Safnaðarmeðlimir eru hvattir til að mæta
og taka þannig þátt í eflingu safnaðarins.

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Sunnudaginn 8. apríl kl. 14:00.

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Félagar úr fjárlaganefnd leiða messusöng og svör undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Fermd verða:

Ásgerður Káradóttir, Bríet Berndsen Ingvadóttir,
Haukur Lár Hauksson, Kamilla Nótt Sævarsdóttir Brooks og
Natalía Ósk Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar um hópinn má nálgast með því að smella á athafnir í svörtu stikunni og velja fermingar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Allir velkomnir að taka þátt í þessari stund með fermingarungmennunum.