Sr. Pétur predikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir.Raddbandafélag Reykjavíkur sér um að leiða messusvör og söng. Organisti er Kristján Hrannar og ætlar hann að vera með smá haustjazz. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Eftir messuna er svartbaunaseiði og bráðabrauð í boði safnaðarins. Allir velkomnir og við hvetjum ykkur til að koma með eitthvað af uppskeru sumarsins. Pétur ætlar að koma með sýnishorn af sínu tröllasúrumauki og bjóða öllum að smakka.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2018
Rafrænar safnaðarfréttir
Það eru væntanlega flestir búnir að fá safnaðarfréttir 2018-2019 inn um lúguna hjá sér. Nú er líka hægt að smella á Dagskrá í svörtu stikunni og velja Fréttablöð og rafrænu útgáfuna.
Við fengum ábendingu um að það vantaði aðeins upp á bankaupplýsingar ef fólk vill styrkja. Kt og reikningsnr valgreiðslusjóðs=>490269-2749-0327-26-490269
Búið er að festa þessar upplýsingar undir hnappnum „Kirkjan“ í svörtu stikunni.