Dagskipt færslusafn: 09/10/2018

Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 14. október kl. 14:00

Galdramessa og styrktarkaffi verður haldið sunnudaginn 14. október næstkomandi. Galdra-klerkurinn, sr. Pétur, þjónar fyrir altari. og messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháðikórinn leiðir sönginn, svör og sálma, við undirleik organistans Kristjáns Hrannars Pálssonar. Einnig munu Svetlana Veschagina, tónskál og píanóleikari ásamt systur hennar Valeriia Astakhova sópransöngkonu flytja lag við upphaf messu úr Rússneskum tónlistararfi. Barnastarfið verður á sínum stað og leiða Markús og Heiðbjört það.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti og veigamikið kirkjukaffi verður í Kirkjubæ á eftir til styrktar Óháðakórnum. Frjáls framlög eru en lámarksgjald fyrir hlaðborðið er 1500 kr. fyrir alla eldri en 12 ára, 500 kr. fyrir yngri kynslóðina og frítt fyrir allra yngstu börnin. Ágóðinn rennur óskiptur til kórsstarfs og uppbyggingu Óháðakórsins sem er nýstofnaður kór við söfnuðinn. Athugið að ekki verður posi á staðnum.

Hlökkum til að eiga stund með ykkur sem flestum og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti messugestum.