Séra Pétur Þorsteinsson sýnir töfrabrögð og þjónar fyrir altari. Messugutti verður Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Hljómsveitin Hot Eskimoes kemur og leikur tónlist fyrir og eftir messu, auk þess að leika undir með Óháða kórnum og söfnuðinum í sálmasöng undir styrkri stjórn Kristjáns Hrannars. Karl Olgeirsson tekur þátt.
Hlaðborð af alls kyns góðgæti verður á báðum hæðum, í maulinu á eftir, til styrktar Bjargarsjóði. 2.000,- kr. verður rukkað fyrir alla eldri en 14 ára, 1.000,- kr. fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu börnin.
Athugið að það verður ekki posi á staðnum. Aðgangur að hlaðborðum ótakmarkaður á meðan eitthvað er til og magamál leyfir. Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur.