Dagskipt færslusafn: 21/05/2019

Gönguguðsþjónusta

Brynjudalur – Mynd: Elin Laxdal

Gönguguðsþjónustan sem hefst kl. 9:00 að morgni laugardagsins 25. maí, verður að þessu sinni á Hvalfjarðarsvæðinu. Ekið verður í Brynjudal að bænum Hrísakoti. Þar hefjum við gönguna og göngum inn dalinn að fallegu gili, Þórisgili.  Fyrir þá sem vilja fara lengra er möguleiki á að ganga lengra upp á hálsinn. Við getum m.a. virt fyrir okkur staði sem komu fyrir í þættinum Ófærð II. Síðan verður haldið til baka eftir svipaðri leið.

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólöf Ingólfsdóttir söngkona syngur einsöng.

Þetta eru um 7 km en við tökum góðan tíma í gönguna og til að
skoða umhverfið.

Gangan ætti að vera létt, en við höfum ekki haft tækifæri á að prufuganga hana því við þurftum að breyta áætlun þar sem svæðið sem við ætluðum að ganga er lokað vegna æðarvarps !

Lesa meira

Hammond tónleikar Óháða kórsins

Hammond heimsins

Föstudaginn 24. maí kl. 20:00 heldur Óháði kórinn glæsilega Hammond tónleika ásamt hljómsveit og góðum gestum. Á efnisskránni er Trúbrot, Radiohead, Hjálmar o.fl.

Seinasta haust var glæsilegasta Hammond orgel landsins keypt í kirkjuna. Þórir Baldursson vann að endurgerð þess í heilt ár og er gripurinn því sem glænýr.

Lesa meira