Reggímessa og barnastarf í Óháða söfnuðinum

Reggímessa

Sunnudaginn 24. nóvember ætlum við í Óháða söfnuðinum að bregda upp á því að vera með reggimessu. Reggí er tónlistarstefna sem varð til á Jamaíku seint á 7. áratug 20. aldar. Það er nátengt ska- og rocksteadytónlist enda komin út frá þeim stefnum.

Séra Pétur mun vera við altarið og flyja okkur boðskap um dómsdag kirkjuársins. Þá mun Bob Marley okkar Óháða safnaðarins Kristján Hrannar mæta með Óháða kórnum og vera með óhefðbundinn takt út messuna.

Messugutti verður Petra Jónsdóttir og mun Ólafur Kristjánsson taka vel á móti öllum í anddyri kirkjunnar.

Deila