Hátíð fer að höndum

Óháði kórinn heldur jólatónleika sína í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld. Kórinn flytur ásamt hljómsveit plötuna Hátíð fer að höndum ein með Þremur á Palli í heild sinni ásamt fleiri kunnum jólalögum. 

Hátíð fer að höndum ein kom út árið 1971 og hefur síðan þá verið ein ástsælasta jólaplata þjóðarinnar. Hún samanstendur af íslenskum þjóðlögum sem öll tengjast jólunum. Sum þeirra eru allt frá miðöldum og hafa varðveist í handritum eða munnmælum frá einni kynslóð til annarrar. Óháði kórinn var stofnaður á síðasta ári og er stjórnandi hans Kristján Hrannar Pálsson. 

Sem fyrr segir fara tónleikarnir fara fram í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 í Reykjavík og hefjast klukkan 20:00. Miðaverð er 2.000 kr og hægt er kaupa miða á tix.is eða við inngang.

Deila