70 ára afmælisguðsþjónusta – Afmælisveisla eftir messu

Við eigum 70 ára afmæli og ætlum við að halda upp á það með veglegum hætti í dag og bjóðum til mikillar veislu.

Pétur Þorsteinsson mun sjá um afmælismessuna en Baldur Kristjánsson fyrrverandi prestur Óháða safnaðarins verður ræðumaður.

Barnastarf verður í messunni fyrir þau börn sem mæta.

Söngvarinn Jón Svavar Jósepsson mun syngja og leika á alls oddi en Óháði kórinn verður í sérstöku hátíðarskapi í sálmasöng og messusvörum allt undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Í tilefni afmælisins verður veglegur viðurgerningur eftir messuna, kaffi og kökur en kirkjugestir eru velkomnir að setjast niður og fagna þessum tímamótum með okkur.

Allir hjartanlega velkomnir.

Þeir sem stofnuðu Óháða á sínum tíma og muna eftir upphafsmönnunum eru sérstaklega hvattir til að mæta til messu og samgleðjast þeim, sem yngri eru og segja frá upphafsárunum kirkjunnar í maulinu á eftir.

Deila