Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2020

Tilkynning frá Óháða söfnuðinum vegna COVID-19

Í samráði við sóttvarnaryfirvöld hefur verið tekin sú ákvörðun að Óháði söfunuðurinn standi ekki fyrir neinum athöfnum eða helgihaldi á meðan samkomubann stendur yfir í landinu. Ekkert starf mun því fara fram í kirkjunni fyrr en samkomubanni lýkur en næsta messa er áætluð 26. apríl og vonast er til að sú dagsetning standi.

Að fella niður starf í kirkjunnar okkar, þó tímabundið sé, er ekki sú ákvörðun sem við viljum taka. Á þessum fordæmalausu tímum í samfélaginu verðum við samt sem áður að fylgja leiðbeiningum og sýna ábyrgð gagnvart fólkinu okkar og þá sérstaklega þeim sem eru í viðkvæmri stöðu.

Þó við sjáum okkur knúin til að loka hurðinni þar til samkomubannið er yfirstaðið þýðir það ekki að okkar kæri prestur, séra Pétur Þorsteinsson, ætli að taka sér frí. Hann er áfram til staðar fyrir hvern þann sem á þarf að halda og vilji einhver ná tali af honum má endilega hafa samband við hann í síma 860-1955 eða í tölvupósti afdjoflun@tv.is

Það er okkar von að safnaðarfólk sýni þessu skilning og við hlökkum til að sjá sem flesta þegar þessi vá er yfirstaðin og við opnum dyrnar aftur.

Í millitíðinni hvetjum við fólk til þess að rækta trúna í hjarta sínu sem fylgir okkur hvar sem við erum og í öllu sem við gerum. Leggjum áherslu á náungakærleikan á þessum tímum og höfum í huga að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Með kveðju stjórn Óháða safnaðarins

Tilkynning frá Óháða söfnuðinum vegna COVID-19

Í Malasíu leggur fólk hægri hendi á hjarta stað til að heilsast og fær svar með sama hætti frá hjartarótum þess sem fólk hittir og hneigir sig.

Við getum lagt þetta til þegar við hittumst í söfnuðinum í stað handtaks og faðmlags sem við erum svo vön að gera.

Í ljósi yfirlýsingar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vill
Óháði söfnuðurinn koma á famfæri eftirfarandi orðsendingu og benda fólki
á að afla upplýsinga á heimasíðu landslæknisembættisins, landlaeknir.is
um stöðu mála.

Kirkjan er sá staður sem fólk á að geta leitað til á öllum tímum og því
viljum við ekki fella niður messur að svo stöddu, heldur bjóða fólki sem
treystir sér til að koma til okkar að koma, þó með fyrirvara um það ef
yfirvöld taka þá ákvörðun að banna samkomur. Komi til þess munum við
reyna að halda okkar striki með að streyma messum okkar á fésbókarsíðu
safnaðarins.

Einnig mælumst við til líkt og fram hefur komið hjá embætti landlæknis í
Leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri
sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19)”
að hugað verði sérstaklega að
þeim sem teljast til viðkvæmra hópa gagnvart þessari veiru og að þeir
íhugi þátttöku sína í hvers kyns samkomuhaldi og viðburðum.

Bænir okkar í söfnuðinum fara til þeirra sem nú starfa í að tryggja
samfélag okkar og eru undir miklu álagi vegna þessara aðstæðna sem uppi
eru auk þeirra sem veikir eru.

Öllum er hjartnlega velkomið að hafa samband við okkur til að fá nánari
upplýsingar eða leiðbeiningar.

Með bæn og blessun Guðs í lífsins starfi.

Kveðjur, Stjórn Óháða safnaðarins