Fermingarmessa verður sunnudaginn 28. mars kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar kórstjóri sér um tónlistina.
Vegna nýrra sóttvarnarreglna verður messan því miður ekki opin almenningi, aðeins fermingarbörn sem fermast og aðstandendur þeirra geta mætt. Skrá þarf nöfn, kt. og símanúmer allra þeirra sem mæta. Gestum er skylt að nota andlitsgrímur og tryggja skal 2 metra regluna. Streymt verður frá athöfninni.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2021
Messa 14. mars
Messa verður sunnudaginn 14. mars kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar kórstjóri sér um tónlistina.
Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt. allra þeirra sem eru fæddir fyrir 2006. Munið að vera með grímur (vitvörn).
Því miður verður ekki Bjargarkaffi eins og venja er á þessum tíma en þeir sem vilja styrkja sjóðinn geta lagt inn frjáls framlög, 0137 -15 – 371033 Kt. 680800-2350.
Takk fyrir stuðninginn.