Tvær messur verða um helgina, athugið breyttan messutíma
Gönguguðsþjónustan verður laugardaginn 12. júní kl. 9:00.
Eftir messu í kirkjunni verður gengið um Ögmundarhraun og Húshólma.
Ögmundarhraun er hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi.
Sunnan til í hrauninu er 2 hólmar sem standa upp úr og er annar nefndur Óbrynnishólmi en hinn, sá austari Húshólmi. Í þeim síðar nefnda eru bæjarrústir sem taldar eru vera með þeim elstu á landinu eða frá landnámi.
Sunnudaginn 13. júní kl. 18:00 verður gúllasguðsþjónusta, eftir messuna verður boðið upp á okkar frægu gúllassúpu. Greta Salóme mætir og leikur ungverskan dans á fiðluna eftir Brahms. Verið hjartanlega velkomin en súpan verður seld á 2000 kr.