Sunnudaginn 24. október kl. 14 verður jazzmessa, barnastarf og maul eftir messu. Pétur messar og Óháði kórinn frumflytur sér-útsetta jazzmessu eftir organistann Þórð Sigurðarson, sem mun jafnframt slást í hópinn og leika á flygilinn. Kristján Hrannar verður ásamt honum á hammondinum í rjúkandi sveiflu. Hlökkum til að sjá ykkur.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2021
Presverkin hjá okkur kosta ekkert
Eins og okkar safnaðarfólki er kunnugt þá höfum við í Óháða söfnuðinum aldrei rukkað safnaðarfélaga um prestverk.
Það getur munað miklu fyrir heimilin þegar ekki þarf að greiða sérstakt gjald fyrir fermingar, hjónavíxlu eða skírn.
Núna hefur farið fram mikil umræða um að söfnuðir þurfi einnig að rukka fyrir kistulagningu, útfarir og jarðsetningu duftkerja en eins og önnur prestverk hjá Óháða söfnuðinum þá eru þessi verk greidd til prestsins af safnaðargjöldum safnaðarins og því þurfa safnaðarfélagar okkar heldur ekki að greiða fyrir þau störf.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem vilja ganga til liðs við okkur, hjá okkur eru prestverkin safnaðarfélögum að kostnaðrlausu.
Hægt er að skrá sig í söfnuðinn hjá Þjóðskrá www.skra.is.