Dagskipt færslusafn: 12/11/2021

Breytt fyrirkomulag sunnudaginn 14. nóvember

Kæru safnaðarfélagar, í ljósi aðstæðna þurfum við að breyta áætlaðri dagskrá í messunni á sunnudaginn. Allir sem haft hefur verið samband við, geta komið í kirkjuna til að minnast ástvina sinna, Pétur ritar hjá sér nafnið á ástvini ykkar og les síðan nöfnin upp í athöfninni.

Þið gangið inn í kirkjuna, leggið blómin á borð sem er inn í kirkjunni og gangið út að austan verðunni. Þannig getum við passað bilið. Á meðan á þessu stendur verður streymi í gangi og sent út á Facebook, því miður verður athöfnin á eftir án gesta og ekkert maul.

Þessi útsending verður kirkjusögulegur atburður sem vonandi verður aldrei endurtekinn aftur. Við verðum öll að standa saman í þessari baráttu.
Munum að gæta að sóttvörnum og fara varlega.

Stjórn Óháða safnaðarins