Messa verður í kirkju Óháða safnaðarins sunnudaginn 14. nóvember kl. 14. Látinna verður minnst og mun séra Pétur lesa upp nöfn þeirra sem látist hafa á árinu og ættingjar hafa óskað eftir. Þeir sem vilja geta lagt blóm á altarið, sem síðar verða færð eldri safnaðarfélögum víða um borg og bý.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar, Krisján Hrannar sér um tónlist og kór. Barnastarfið og maulið á eftir messu verður á sínum stað.
Ólafur Kristjánsson mun að venju taka vel á móti kirkjugestum og Guðrún Halla verður meðhjálpari.