Sunnudaginn 27. mars kl. 14:00 verður fermingarguðsþjónusta og barnastarf í Óháða söfnuðinum. Pétur þjónar fyrir atlari, Óháði kórinn leiðir messusöng og mun frumflytja lög eftir Foreigner og Blur í útsetningu Kristjáns Hrannars kórstjóra. Petra verður messugutti og Ólafur skráveifa.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: mars 2022
Galdramessa 13. mars kl. 14 og kaffisala á eftir
Pétur þjónar fyrir altari, Kristján stýrir kórnum og Bragi Árnason einsöngvari töfrar fram bítlalög af plötunni Magical Mystery Tour. Það verður líf og fjör, Pétur sýnir töfrabrögð og 5 og 6 ára börn fá afhentar bækur. Eftir messuna verður veglegt kaffihlaðborð til styrktar Bjargarsjóði, 2000 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn.
Hlökkum til að sjá ykkur og njóta samverunnar með ykkur og börnunum sem eru sérstaklega velkomin.