Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2024

Diskóteksdrottinsmessa 25. feb.

Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14 verður diskóteksdrottinsmessa. Séra Pétur þjónar til altaris og Ragnar Gunnarsson kynnir kristinboðsstarfið. Tónlistin verður fjölbreytt að vanda. Rokkkór Íslands syngur undir stjórn Matthíasar Baldurssonar og með þeim leikur Hálfdán Helgi Matthíasson á slagverk. Sérstakir gestir verður dúettinn VÆB. Þeir bræður Hálfdán Helgi og Matthías Davíð eru synir organistans okkar og mæta til okkar með bullandi stemmingu eins og þeim einum er lagið. Maul eftir messu, hlökkumtil að sjá ykkur.

Gæludýraguðsþjónusta

Sunnudaginn 11. febrúar kl. 14 verður gæludýraguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum.

Séra Pétur þjónar til altaris og alls konar dýr eru velkomin en söngurinn verður helgaður dýrum, smáum sem háum. Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

Maul eftir messu, hlökkum til að sjá ykkur.