Sunnudaginn 3. nóvember kl. 14 verður samvera aldraðra.
Séra Pétur sér um samveruna en Bogi Ágústsson er ræðumaður dagsins.
Lögreglukórinn sér um sönginn undir stjórn Matthíasar kórstjóra.
Kaffi og sparimaul eftir samveruna.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2024
Jazzmessa og barnastarf
Sunnudaginn 27. október kl. 14 verður jazzmessa. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Vox gospel sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar kórstjóra. Friðrik Karlsson verður sérstakur gestur og leikur á gítar.
Væb bræðurnir Matthías og Hálfdán verða með barnastarfið, fræðsla, leikir og söngur á meðan á messu stendur.
Maulið verður á sínum stað að lokinni messu.
Verið öll velkomin, það jafnast ekkert á við jazz svo það verður gaman.