Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2025

Tregatrúartónlistarmessa 26. janúar

Tregatrúartónlistarmessa verður 26. janúar kl. 14. Séra Pétur prédikar og blúshljómsveit Þollýar mætir en með þeim spilar Matthías kórstjóri á hammondinn.

Barnastarfið verður í umsjón Hjördísar Önnu Matthíasdóttur og Arons Ágústar Birkissonar. 

Maul eftir messu.

Öll hjartanlega velkomin.

Messa 12. janúar

Gleðilegt ár, sunnudaginn 12. janúar kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta þar sem öll eru hvött til að mæta í furðufötum/grímubúningum til að lífga upp á messuna. Séra Pétur prédikar, Kyndilbjört verður með einsöng og Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar kórstjóra.

Eftir messu verður maul.

Öll hjartanlega velkomin.