Messur 18. og 20. apríl

Kvöldvaka verður hjá Óháða söfnuðinum á föstudaginn langa, 18. apríl kl. 20.30.

Skírnir Garðarson prestur sér um athöfnina en upplesturinn á píslarsögunni verður í höndum Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur leikkonu. Vox gospel syngur sálma undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og Friðrik Karlsson spilar með á gitar. Altarið verður afskrýtt.

Á páskadag 20. apríl kl. 8.00 verður ballettjáning í Óháða söfnuðinum. Séra Pétur Þorsteinsson sér um athöfnina og ballettjáningin frá JSB jazzballetskólanum og dansarinn heitir Ásta Lilja. Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

Eftir messu á páskadag verður boðið upp á heitt súkkulaðið með rjóma og brauðbollur.

Verið öll velkomin og gleðilega páska.

Deila