
Séra Guðrún Eggerts Þórudóttir hefur verið ráðin sem prestur hjá Óháða söfnuðinum frá og með 1. maí 2025. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn og hlökkum til góðs og uppbyggilegs samstarfs.
Séra Guðrún tekur við af séra Pétri Þorsteinssyni sem hefur sinnt þjónustu prests hjá söfnuðinum af trúmennsku í heil 30 ár.
Guðrún hefur fjölbreytta menntun og víðtæka starfsreynslu að baki. Hún lauk kennarprófi í Waldorf fræðum frá Emerson Collage 25 júní 2004. Árið 2013 lauk hún stúdentsprófi frá Fjölbraut í Breiðholti og þaðan lá leið hennar í Guðfræði í HÍ. Hún lauk BA í guðfræði árið 2018 og mag. theol prófi frá Háskóla Íslands í febrúar árið 2020. Auk þess hefur Guðrún lokið við diplómanám í sálgæslu.
Guðrún var vígð sem sóknarprestur í Ólafsfjarðarkirkju 27. sept, 2020 og starfaði síðan sem prestur við Vídalínskirkju í eitt ár. Hún hefur starfað sjálfstætt í Kærleikshorninu ásamt því að leysa af sem svæðisstjóri æskulýðsmála á höfuðborgarsvæðinu haust 2024. Guðrún starfaði um árabil sem Waldorf kennari hjá Waldorfskólanum Sólstöfum, sálgætir og hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni. Í starfsþjálfun Þjóðkirkjunnar voru leiðbeinendur hennar sr. Guðrún Karls Helgudóttir biskup og Sigurður Grétar Helgason í Grafarvogskirkju.
Við í Óháða söfnuðinum hlökkum til að starfa með séra Guðrúnu og óskum henni velfarðarar í þessu mikilvæga hlutverki.