
Sunnudaginn 27. apríl kl. 14 verður þjóðlaga- og þjóðbúningamessa í Óháða söfnuðinum.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Sönghópurinn á loftinu sér um tónlistina, bæði tónlistin og maulið verður þjóðlegt.
Hjördís Anna sér um barnastarfið, endilega mætið með börnin.
Eftir messu verður aðalfundur safnaðarins haldinn.
Hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum þá sem geta að mæta í þjóðbúningum.