Í ljósi yfirlýsingar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vill
Óháði söfnuðurinn koma á famfæri eftirfarandi orðsendingu og benda fólki
á að afla upplýsinga á heimasíðu landslæknisembættisins, landlaeknir.is
um stöðu mála.
Kirkjan er sá staður sem fólk á að geta leitað til á öllum tímum og því
viljum við ekki fella niður messur að svo stöddu, heldur bjóða fólki sem
treystir sér til að koma til okkar að koma, þó með fyrirvara um það ef
yfirvöld taka þá ákvörðun að banna samkomur. Komi til þess munum við
reyna að halda okkar striki með að streyma messum okkar á fésbókarsíðu
safnaðarins.
Einnig mælumst við til líkt og fram hefur komið hjá embætti landlæknis í
„Leiðbeiningum fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri
sýkingu nýrrar kórónaveiru (COVID-19)” að hugað verði sérstaklega að
þeim sem teljast til viðkvæmra hópa gagnvart þessari veiru og að þeir
íhugi þátttöku sína í hvers kyns samkomuhaldi og viðburðum.
Bænir okkar í söfnuðinum fara til þeirra sem nú starfa í að tryggja
samfélag okkar og eru undir miklu álagi vegna þessara aðstæðna sem uppi
eru auk þeirra sem veikir eru.
Öllum er hjartnlega velkomið að hafa samband við okkur til að fá nánari
upplýsingar eða leiðbeiningar.
Með bæn og blessun Guðs í lífsins starfi.
Kveðjur, Stjórn Óháða safnaðarins