Sr. Pétur Þorsteinsson skrifar:
Fermingarfræðslan hefur verið þannig hjá mér, allt frá í upphafi, að ég byrjaði hérna í Óháða – að fermingarhópurinn hefur farið heim til krakkanna til skiptis. Verið þar hjá foreldrum og forráðamönnum. Færa kirkjuna heim til heimilanna þar með í leiðinni. Gerlegt að hlusta á fræðsluna þar með.
Hefur þetta mælst vel fyrir, þar sem í rýniritinu, sem ég læt krakkana útfylla í lok Prestaskólans, sem ég kalla fermingarfræðsluna, þá hefur ein spurningin verið sú: Hvað fannst þér best / verst við Prestaskólann og oftast hefur verið sagt best: „Drekkutíminn“. Fræðslan fer fram milli 15:00 og 17:00 laugardagana á undan messudögunum. Þegar komið er að drekkutímanum kl. 4:14, þá koma veitingar sem mæðurnar sjá yfirleitt um. Það og þar er mitt uppáhald, tertur með himneskri hamingju, rjóma 🙂
Þá dreg mig í hlé, leyfi kökkunum að vera einum í stofunni, en ég fer inn í eldhúsið og kjafta við húsráðendur. En núna undanfarið vegna veiruvitleysunnar, þá hefur fermingarfræðslan farið fram á netinu. Eins konar Zoomkoma í stað samkomu með krökkunum á heimilum þeirra.
Þá vantar þetta nærsamfélag, sem gefst með krökkunum og þess vegna er þetta hundleiðinlegt að þurfa að hafa þennan háttinn á. Til þess að detta ekki alveg út úr tengslum við foreldrana og forráðamenn og viðkomandi fermingarbarn, þá hefi ég farið heim til þeirra og haft útsendinguna þaðan. Og hvað haldið þið? Ævinlega fengið heimabakaða tertu með himneskri hamingju, þannig að ég hlakka óumræðilega mikið til þessa undarlega fremingarfræðslufyrirkomulags þessa dagana samt sem áður 🙂
Kv. Pétur