Bjargarsjóður

Bjargarsjóður var stofnaður 5. apríl 1972 á 70 ára afmælisdegi Bjargar Ólafsdóttur henni til heiðurs. Hún var ein af stofnendum Óháða safnaðarins og starfaði alla tíð með kvenfélagi Óháða safnaðarins og var auk þess fyrsta forstöðukona Kirkjubæjar sem er safnaðarheimili kirkjunnar.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja safnaðarmeðlimi sem verða fyrir slysum eða sjúkdómum. Styrk má einnig veita vegna slyss eða sjúkdóma sem makar eða börn yngri en 20 ára verða fyrir. Sjóðurinn getur einnig veitt mökum eða eftirlifandi börnum fjárhagsaðstoð við andlát safnaðarmeðlima og þeim sem þurfa að leita erlendis eftir læknisaðstoð og eiga við langtíma veikindi að glíma.

Umsóknir um styrki skulu berast safnaðarstjórn stjorn@ohadi.is sem metur umsóknina.