Tólf sporin Andlegt ferðalag; (Fundir hefjast kl. 19:30 og standa yfir í tvær klukkustundir. Við hittumst í kirkjunni, kynnumst bókinni og starfinu ásamt því að hlíða á vitnisburði reyndra sporafara. Næstu þrír fundir verða opnir öllum – best er að mæta á alla opnu fundina.)
Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma 663-4395
12 spor – Andlegt ferðalag … hvað er það?
Sporin 12, Andlegt ferðalag er hjálpartæki þeirra sem vilja bæta líðan sína eða sættast við fortíðina. Í starfinu er byggt á reynslusporum AA samtakanna, ekki er verið að glíma hér við alkóhólisma heldur hvers kyns annað mótlæti sem fólk kann að hafa orðið fyrir. Reynslusporin 12 og boðskapur trúarinnar hafa reynst fólki vel í slíku uppbyggingarstarfi. Til frekari upplýsinga bendum við á heimasíðu Vina í bata, http://www.viniribata.is/