Allar færslur eftir Björg Valsdóttir

Prestur til Óháða safnaðarins

Vilt þú vinna í spennandi umhverfi þar sem þú ert leiðandi í að þróa og efla safnaðarstarf Óháða safnaðarins?
Óháði söfnuðurinn leitar að jákvæðum, skipulögðum og hugmyndaríkum presti.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á málefnum kirkjunnar og vera tilbúin/n að taka þátt í uppbyggingu safnaðarins. Samskiptahæfileikar og skilningur góðrar þjónustu eru lykilatriði.
Starfið er laust frá 1. maí 2025.
Kirkja Óháða safnaðarins er afar vel staðsett í hjarta bæjarins og er allur aðbúnaður góður. Í söfnuðinum eru um 3.200 manns sem býr víðsvegar um land.
Messað er annan og fjórða hvern sunnudag í mánuði og á stórhátíðum.
Hæfnikröfur:
• Vilji til að þjóna og mæta fólki af skilningi og virðingu.
• Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti á áhugaverðan og sannfærandi hátt.
• Áhugi á starfi og uppbyggingu safnaðarins.
• Góðir hæfileikar til samstarfs og samskipta.
• Vilji til að mynda tengsl og vera virkur í safnaðarstarfinu.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Innsýn og áhugi á ólíkum samskiptamiðlum.
• Frumkvæði í að auka fjölbreytni í starfi safnaðarins.
• Áhugi á eflingu fermingarstarfs.
• Reynsla á sviði sálgæslu er kostur.
• Áhugi á að sinna fjölbreyttu helgihaldi innan kirkjunnar.
Frekari upplýsingar um starfið:
Laun taka mið af launakjörum presta þjóðkirkjunnar.
Starfshlutfall er 75%
Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2024 og skal umsóknum skilað til safnaðarformanns.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið mag.theol/cand.theol prófi frá Háskóla Íslands.
Umsókn þarf að fylgja staðfest afrit af prófskírteini og upplýsingar um starfsþjálfun eftir því sem við á. Þá skal gerð grein fyrir starfsferli og starfsreynslu og öðru því sem umsækjandi óska eftir að taka fram. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun sem nýtist í starfi.
Óskað er eftir að umsækjendur skili greinargerð, að hámarki 500 orð, um framtíðarsýn sína og væntingar varðandi þjónustuna.
Áður en til ráðningarviðtals kemur skal umsækjandi heimila safnaðarformanni aðgang að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá.

Björg Valsdóttir safnaðarformaður, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 8635386 eða í gegnum netfangið stjorn@ohadi.is.