Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Sunnudaginn 8. apríl kl. 14:00.

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

Félagar úr fjárlaganefnd leiða messusöng og svör undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Fermd verða:

Ásgerður Káradóttir, Bríet Berndsen Ingvadóttir,
Haukur Lár Hauksson, Kamilla Nótt Sævarsdóttir Brooks og
Natalía Ósk Gunnarsdóttir. Nánari upplýsingar um hópinn má nálgast með því að smella á athafnir í svörtu stikunni og velja fermingar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Allir velkomnir að taka þátt í þessari stund með fermingarungmennunum.

Messuhald um páskana

Kvöldvaka á föstudaginn langa kl. 20:30
Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Píslarsöguna les Ellý Ármanns. Óháði kórinn syngur milli lestra undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Páskadagsmorgun kl. 8:00
Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Díana Ósk Óskarsdóttir predikar. Félagar út Jazzballetskóla Báru verða með balletttjáningu. Óháði kórinn flytur hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar og leiðir sálmasöng og svör undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Heitar brauðbollur og kakó í boði safnaðarins á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.