Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Athugið!

Á föstudaginn langa og páskadag mun Óháði kórinn koma fram í fyrsta skipti. Óháði kórinn er skemmtilegur og öðruvísi kór undir stjórn Kristjáns Hrannars sem leggur áherslu á frumsamin þjóðlög með hljóðfærum í bland við hefðbundnari kórlög. Enn þá er tekið við meðlimum, sérstaklega karlkyns söngvurum Þann 17. maí verða svo vortónleikar í Óháða söfnuðinum þar sem kórinn ásamt hljómsveit mun sýna sínar bestu hliðar. Hægt er að læka við fésbókarsíðu kórsins og fylgjast með því sem hann er að gera hér: https://www.facebook.com/ohadikorinn/

Fermingarguðsþjónusta og barnastarf á sama tíma

Pálmasunnudag 25. mars kl. 14:00.

Séra Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.

Messugutti er Petra Jónsdóttir.

 

Árni Heiðar Karlsson, organisti, leiðir safnaðasöng ásamt meðlimum úr Fjárlaganefnd.

Fermd verða:

Gréta Hallsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Margrét Ásta Arnarsdóttir og Stefán Guðnason.  Nánari upplýsingar um hópinn má nálgast með því að smella á athafnir í svörtu stikunni og velja fermingar.

Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Allir velkomnir að taka þátt í þessari stund með fermingarungmennunum.