Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta og töfrabrögð 8. október kl. 14:00

Það verður eldmessa í töfrabrögðunum og styrktarkaffi á eftir. Eldklerkurinn, sr. Pétur, þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Félagar úr fjárlaganefnd leiða sönginn, svör og sálma, við undirleik organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Karlsson tekur vel á móti öllum.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti á báðum hæðum í kaffinu á eftir til styrktar góðu málefni.  1500 rukkað fyrir alla eldri en 14 ára, 500 kr. fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu börnin. Aðgangur að hlaðborðum ótakmarkaður á meðan eitthvað er til og magamál leyfir. Hlökkum til að eiga stund með ykkur sem flestum.

Tónlistarmessa og barnastarf.

Sunnudag 24. september kl. 14:00

Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.          

Heiðbjört og Markús sjá um barnastarfið.                              

Messugutti er Petra Jónsdóttir og organisti er Árni Heiðar Karlsson. Félagar úr sönghópnum Fjárlaganefnd syngja.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Maul í efri safnaðarsal kirkjunnar eftir messuna.