Miðvikudaginn 23. ágúst, eru allir hvattir til að mæta í Guðmundarlund með stórfjölskylduna og skemmta sér í fallegu umhverfi með góðum hópi vina og vandamanna. Mæting er kl. 18.00 og eru næg bílastæði þarna. Grillaðar pylsur verða í boði safnaðarins ásamt drykkjum og séra Pétur mun stjórna fjöldasöng eins og honum einum er lagið. Guðmundarlundur er fyrir ofan Kórahverfið í Kópavogi og er farið upp með hesthúsabyggðinni, stefnið á Kórinn nýja íþróttahúsið en nánari lýsing fæst ef smellt er beint á viðburðinn hér til hægri á síðunni undir liðnum: Á döfinni.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Gúllasguðsþjónusta sunnudaginn 25. júní kl. 18:00
Athugið breyttan messutíma!
Sr. Pétur prédikar og þjónar fyrir altari.
Messugutti er Petra Jónsdóttir.
Félagar úr Graduale Nobili leiða söng og svör undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Á eftir messuna er gúllassúpa kr. 1000 fyrir 14 ára og eldri, 500 kr. fyrir 6-14 ára og frítt fyrir yngri en sex. Það má svo fá sér eins oft og magamál leyfir eða meðan eitthvað er til í pottunum.
Allir velkomnir!