Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 14:00

old-coupleSamvera aldraðra

Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og messugutti er
Petra Jónsdóttir. Ólöf Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flytjur hugvekjuna. Söngvarar úr Söngskóla Sigurðar Dements syngja við undirleik Árna Heiðars Karlssonar.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Viðurgerningur og meiri samvera í  safnaðarheimili í boðistjórnar eftir samveruna í kirkjunni.

Jazz/Hammondmessa og barnastarf n.k. sunnudag 23. október kl. 14:00

 

SkýSr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari.

Helga Hansdóttir leysir messuguttann, Petru Jónsdóttur, af. Alexandra Dröfn og Guðrún Agla sjá um barnastarfið.

Árni Heiðar Karlsson spilar á Hammond, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Scott McLemore spilar á trommur. Graduale Nobili leiðir sálmasöng og messusvör og syngur undir altarisgöngu.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Maul eftir messuna.
Hlökkum til að sjá sem flesta og eiga samverustund með ykkur.