Samvera aldraðra verður sunnudaginn 5. nóvember kl. 14. Séra Pétur sér um samveruna en Edda Andrésdóttir er ræðumaður dagsins.
Lögreglukórinn sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar kórstjóra.
Kaffi og sparimaul eftir samveruna.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Jazz og brúðkaup
Það var kátt í höllinni í messu í gær, Sigurgeir Sigmundsson og Sigríður Guðnadóttir töfruðu fram ljúfa tóna, kærar þakkir fyrir það. Í miðri messu kallaði Pétur síðan til sín par af fremsta bekk og messan breyttist í brúðkaup ❤️❤️ óvænt gleði, hjartanlega til hamingju kæru brúðhjón megi Guð og gæfa fylgja ykkur. Messugestir tóku síðan lagið fyrir brúðhjónin og þá var kátt í höllinni 🥰🥰 takk öll fyrir komuna.