Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Bænavikan 18 – 25 janúar

Dagskrá 2015

Sunnudagur 18. janúar

Dagur 1: Það er nauðsynlegt að fara um Samaríu (Jóh 4.4)

Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 frá Dómkirkjunni í Reykjavík
Blessun hafsins í Nauthólsvík kl. 16.

Mánudagur 19. janúar

Dagur 2: Jesús var vegmóður og settist við brunninn (Jóh 4.6)

Bænastund í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20.

Þriðjudagur 20. janúar

Dagur 3: „Ég á engan mann“ (Jóh 4.17)

Fyrirlestrar í Íslensku Kristskirkjunni kl. 18-21. Efni „Afstaðan til Ísraels“ og „Endir veraldar – heimsslitakenningar.“

Miðvikudagur 21. janúar

Dagur 4: Nú skildi konan eftir skjólu sína (Jóh 4.28)

Bænastund í Friðrikskapellu kl. 12-13. Samvera í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, kl. 20.

Fimmtudagur 22. janúar

Dagur 5: „Þú hefur enga skjólu og brunnurinn er djúpur“ (Jóh 4.11)

Samvera á Hjálpræðishernum, Kirkjustræti, kl. 20.

Föstudagur 23. janúar

Dagur 6: Jesús segir: „Vatnið sem ég gef verður að lind sem streymir fram til eilífs lífs (Jóh 4.14)

Samvera í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti, kl. 20.

Laugardagur 24. janúar

Dagur 7: „Gef mér að drekka“ (Jóh 4.7)

Helgiganga frá Hallgrímskirkju kl. 18. Lokasamvera í Fíladelfíu kl. 20.

Sunnudagur 25. janúar

Dagur 8: Margir trúðu vegna orða konunnar sem vitnaði (Jóh 4.39) Efni dagsins/bænavikunnar til umfjöllunar í söfnuðunum.

Messuhald um jól og áramót.

Aftansöngur á aðfangadag kl.18                                            3 englar á grein

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Anna Jónsdóttir sópran og  Sophie Schoonjans hörpuleikari spila frá 17:30 – 18:00 og einnig í messunni.

Hátíðarmessa á jóladag kl. 14

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista.
Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari.
Kristinn B Þorsteinsson  er ræðumaður dagsins.

Aftansöngur á gamlársdag kl.18

Kór safnaðarins flytur hátíðartóna Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organisti. Örnólfur Kristjánsson spilar á selló.
Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og þjónar fyrir altari.