Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Fermingarguðsþjónusta.

Fermingarguðsþjónusta sunnudaginn 23.mars kl. 14 ferming

Fermd verða:
María Guðmundsdóttir
Natan Orri Benediktsson
Sara Sif Helgadóttir
Sævar Atli Magnússon
YazminLilja Rós Guðjónsdóttir

Séra Pétur Þorsteinsson sér um athöfnina og kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.  Barnastarf á sama tíma.

Allir velkomnir.

Biblíudagurinn

Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 23. febrúar. Hið íslenska Biblíufélag var stofnað þann 10. júlí árið 1815 og er því elsta starfandi félag á Íslandi. Það var Skotinn Ebenezer Henderson sem átti frumkvæði að stofnun félagsins en með hjálp og stuðningi Íslendinga.  Félagið var í höndum Íslendinga allt frá upphafi. Markmið félagsins er að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar.  Biblían og boðskapur hennar hefur haft gríðarleg áhrif á menningu, gildi og sögu vestrænna þjóða.  Biblían birtir okkur hver Guð er, skapari, frelsari og hjálpari. Kjarninn í boðskap Biblíunnar er Jesús sem bendir á góðan, kærleiksríkan Guð.

Á Biblíudaginn erum við hvött til að minnast þess í öllum kirkjum, kirkjudeildum og kristnum söfnuðum landsins, að Biblían er trúarrit kristinna karla og kvenna og minna okkur á mikilvægi þess að styðja við útgáfu Biblíunnar um ókomna framtíð. Það er hægt að gera með bæn, sjálfboðaliðastarfi og fjárstuðningi. Á Biblíudaginn er gott tækifæri til að taka samskot til Biblíufélagsins í öllum kirkjum landsins.  Félagið er öllum opið sem vilja taka þátt í að stuðla að útbreiðslu Biblíunnar. Skráning í Biblíufélagið er í síma  528 4004 eða á heimasíðu félagsins hib@biblian.is. Á heimsíðu félagsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar um félagið.