Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Tónlistarmessa og sverðagleypir.

Tónlistarmessa sunnudaginn 22.  sept kl. 14.Sverðgleypir Dan Meyer

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar sem ásamt Þorgrími Jónssyni kontrabassaleikara og Scott McLemore trommuleikara sjá um undirleikinn.
Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og sverðagleypirinn og fjöllistamaðurinn Dan Meyer predikar og sýnir listir sínar.

Maul eftir messu og allir velkomnir.

Gúllasguðsþjónusta

Sunnudaginn 23.júní verður okkar fræga Gúllasguðsþjónusta kl. 11

Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars og séra Pétur þjónar fyrir altari.
Biggi í Maus kemur og syngur fyrir okkur.
Að lokinni messu verður seld gúllassúpa í safnaðarheimilinu og kostar kr. 1000.- fyrir fullorðna og kr. 500.- fyrir börn.

Þetta er síðasta  messa fyrir sumarfrí  og óskum við ykkur góðrar skemmtunar í sumarfríinu og sjáumst aftur þegar haustmisserið byrjar en það verður með fjölskylduferðinni okkar í Guðmundarlund þann 14. ágúst en við auglýsum það síðar.