Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Organisti / kórstjóri – hlutastarf

Óháði söfnuðurinn óskar eftir að ráða organista og kórstjóra frá og með 1. ágúst 2023. Um er að ræða 50% starf við orgelleik og kórstjórn.

Kóræfingar kirkjukórsins eru einu sinni í viku. Í kirkjunni eru góð hljóðfæri, pípuorgel, Hammond orgel og flygill.

Umsækjendur hafi reynslu í orgelleik sem og kórstjórn. Reynsla af fjölbreyttu tónlistarstarfi er kostur. Umsækjendur þurfa að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og geta sýnt sveigjanleika í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2023.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréfi.

Umsóknir sendist á stjorn@ohadi.is.

Gúllasmessa 11. júní kl. 18:00

Sunnudaginn 11. júní kl. 18:00 verður gúllasmessa, séra Pétur messar og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars sem tekur með sér harmonikkuna og leikur sumarlega tónlist fyrir athöfn. Sannkölluð tónlistartilhlökkun og veisluhöld en súpudiskurinn verður seldur á 2500 kr. Verið öll velkomin og kveðjum Kristján sem lætur af störfum fyrir söfnuðinn.

Því miður erum við ekki með kortalesara.