Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Messa og aðalfundur 23. apríl

Sunnudaginn 23. apríl kl. 14 verður þjóðlaga- og þjóðbúningamessa hjá Óháða söfnuðinum og maul eftir messu. Við hvetjum ykkur öll sem getið til að mæta í þjóðbúningum.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Ættjarðarkórinn mun mæta í þjóðlegum klæðnaði, syngja ættjarðarlög og leiða þjóðlegan sálmasöng.
Eftir messu og maul verður aðalfundur safnaðarins haldinn í félagsheimili kirkjunnar.

Verið öll velkomin.

Aðalfundur 23. apríl kl. 15:15, eftir messu

Dagskrá aðalfundar Óháða safnaðarins:

  1. Fundur settur
  2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
  3. Fundargerð síðasta aðalfundar
  4. Skýrsla formanns
  5. Skýrsla gjaldkera
  6. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
  7. Lagabreytingar, ekki hafa komið fram tillögur um breytingar.
  8. Kosning formanns, ritara og gjaldkera.
  9. Kosning þriggja stjórnarmanna
  10. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanns.
  11. Önnur mál
  12. Fundi slitið