Sunnudaginn 23. apríl kl. 14 verður þjóðlaga- og þjóðbúningamessa hjá Óháða söfnuðinum og maul eftir messu. Við hvetjum ykkur öll sem getið til að mæta í þjóðbúningum.
Séra Pétur þjónar fyrir altari og Ættjarðarkórinn mun mæta í þjóðlegum klæðnaði, syngja ættjarðarlög og leiða þjóðlegan sálmasöng.
Eftir messu og maul verður aðalfundur safnaðarins haldinn í félagsheimili kirkjunnar.
Verið öll velkomin.