Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Gleðilega páska

Kvöldvaka verður á föstudaginn langa, 7. apríl kl. 20:30. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Sigríður Árnadóttir les píslarsöguna og Kristján kórstjóri sér um tólnlistina.

Á páskadag 9. apríl kl. 8:00 verður balletttjáning í umsjón nemenda í Ballettskóla JSB. Pétur þjónar fyrir altari og Kristján sér um tónlistina. Eftir messu á páskadag verður boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og brauðbollur. Verið öll velkomin.

Fermingarguðsþjónusta 2. apríl

Sunnudaginn 2. apríl kl. 14 verður fermingarguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir hóp- og sálmasöng undir stjórn Kristjáns organista sem mun einnig flytja lög EmmSjé Gauta á Hammondinn. Verið öll velkomin.

Myndin er frá fermingu í Óháða söfnuðinum í apríl 1963 þegar séra Emil Björnsson prestur fermdi börnin.