Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Fermingarguðsþjónusta 26. mars

Sunnudaginn 26. mars kl. 14 verður fermingarguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir hóp- og sálmasöng undir stjórn Kristjáns organista sem mun einnig flytja lög EmmSjé Gauta á Hammondinn. Verið öll velkomin.

Galdramessa og kaffihlaðborð 12. mars

Galdramessa verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 12. mars kl. 14 og eftir messu verður veglegt kaffihlaðborð til styrktar Bjargarsjóði. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn syngur lög eftir hina kingimögnuðu Enyu, Þórður Sigurðarson töfrar fram tóna á flygilinn ásamt Kristjáni organista á Hammondinn og töframaður mætir á svæðið.

Kaffið kostar 2000 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn eldri en 12. ára, ekki er posi á staðnum.