Sunnudaginn 26. febrúar kl 14:00 verður Mozartmessa. Séra Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn mun syngja verk eftir Mozart og jafnframt leiða safnaðarsöng á uppáhalds sálmum hans undir stjórn Kristjáns Hrannars kórstjóra.
Halldór Pálsson verður með Gideonbiblíukynningu og Gunnar með barnastarf. Maulið verður á sínum stað eftir messu.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Gæludýramessa 12. febrúar
Sunnudaginn 12. febrúar kl. 14:00 verður gæludýramessa í kirkju Óháða safnaðarins þar sem öll gæludýr eru velkomin ásamt umsjónarmönnum sínum. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn undir stjórn Kristjáns Hrannars kórstjóra leiðir almennan hópsöng við sálma og önnur lög við hæfi manna og dýra. Barnastarf og maul eftir messu.